Föstudagur, 8. desember 2006
Vinnuhneigð! ....
Það er hægt að vera samkynhneigð, gagnkynhneigð og svo vinnuhneigð. Ég er búin að stimpla mig með þeim stimpli. Úff..mestur minn tími fer að hugsa um vinnuna, hún er nánari en nokkur maki gæti nokkurn tíma orðið, fer með mér um allt, inn á bað, uppí rúm og síðast en ekki síst: Í vinnuna! Kláraði vinnuna klukkan 4 kom heim og fór að vinna, vinnan bíður á morgun og vinnan bíður hinn. Í raun er þetta ekkert voða leiðinlegt, "keeps me busy..never bored".. en Laugar bíða spenntar að þessi vinnufúsa kona birtist! ... Eva ætlar með mér, oh hvað ég er fegin þá getum við rölt saman á brettunum og horft á Opruh! .. Eva og Vala kannski líka hlaupið og ég gengið. Ekki komin á hlaupastigið ennþá, en eins og mín er von og vísa stefni ég alltaf hátt og langt og stefni á að hlaupa maraþon einn daginn! Búin að missa 5.3 kg síðan 20. júlí sl., það er enginn smá árangur með sko eiginlega engri fyrirhöfn. Vildi bara að fleiri föttuðu hvað þetta er einfalt. No Sugar - hvorki artificial eða real, ekkert hvítt hveit né grjón. Brúnt er best. Solla í Grænum kosti er líka eins og spýta. Jæja, er að elda lax, lax er líka galdur, lax með sætum kartöflum og hýðisgrjónum, svo hrærir maður 10% sýrðan rjóma saman við mangó chutney og komin geggjuð sósa! slurpp.. hvað ég er orðin svöng.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.