Föstudagur, 22. desember 2006
Jólastress að ná mér ?
Ætlaði að "koma við" í Fjarðarkaupum um klukkan tvö í dag og versla í jólamatinn - og svona lúxus til að narta í yfir hátíðina. Ég var einn tíma að versla og annað eins í röð. Held ég ýki ekki!! Komst rúmlega fjögur út úr búðinni.
Allt í einu fékk ég snert af kvíðakasti! .. hvað gef ég Má, hvað gef ég Söru, hvað gef ég Ingva ??.. hvað var ég að hugsa ? úfff af hverju gerði ég þetta ekki fyrr! Fann soldið skondið fyrir strákana, alltaf glöð þegar ég dett niðrá e-hvað fyndið. En vá hvað er erfitt að kaupa jólagjafir.
Kom heim með fullt skott af mat og pökkum og inn - og kláraði að reka á eftir heimasetanum (syninum) að taka til í sínu herbergi. Á nú eftir að skúra, pakka inn og klára nokkrar gjafir, kaupi jólatré og skreyti á morgun.
Keypti döðlur hjúpaðar í súkkulaði í FK, úffff hvað þær eru góðar, - verð að fara í ræktina á morgun samt, svo ég missi ekki dampinn.
Athugasemdir
Þó skömm sé frá að segja reddaði ég mér í Tiger, ég á svo mikið af fólki sem á allt.
Birna M, 22.12.2006 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.