Þriðjudagur, 1. september 2009
Elsku Eva Lind 28 ára 2. september 2009
Á morgun verður hún Eva mín 28 ára, það er enginn smá aldur!!.. Hún er stödd fjarri mömmu sinni, í Hornslet í Danmörku - í fína raðhúsinu, með garði að framan og aftan þar sem sólin skín allan daginn. Ég er svo mikil kjúklingamamma að ég sakna unganna minna þegar þau fara í burtu. Eva er reyndar líka kjúklingamamma, því að Máninn hennar var að byrja í dönskum leikskóla í morgun, og eins og hún orðaði það þá var hún að "æla af stressi" .. Mér skilst samt að það hafi allt gengið vel!
Þann 14. ágúst sl. giftu þau Eva og Henrik sig og létu skíra litlu Elisabeth Mai, eins og kom fram í þessari færslu.
Falleg ..
Nú er frú Eva Lind örugglega farin að sofa ásamt litlu fjölskyldunni, ég hringi til Danmark í fyrramálið og vek hana kannski hihi...
Að lokum eitt viðeigandi videó, en Eva söng þetta sjálf ásamt pabba sínum við stúdentsútskriftina sína við mikið táraflóð.
SUNRISE - SUNSET .. that´s what life is all about..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna þína elskuleg
Jónína Dúadóttir, 2.9.2009 kl. 07:56
Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 11:52
Til hamingju, myndbandið eyðilagði ekki fyrir.
Rut Sumarliðadóttir, 2.9.2009 kl. 12:34
Sæl og blessuð
Til hamingju með stelpuna þína. Hún er glæsileg með barnið sitt.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2009 kl. 15:46
Hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2009 kl. 15:54
Til hamingju með dóttur þína kæra Jóhanna
Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2009 kl. 20:42
Ef þetta lag gefur manni ekki gleði í daginn þá gerir ekkert það takk elskuleg og til hamingju með fallegu Evu þína.
Kærleik til þín og þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2009 kl. 08:30
Til hamingju
Dúa, 4.9.2009 kl. 20:02
Fiðlarinn á þakinu er dásamlegur.
Ég skil ungamömmu tenginguna ..
Ragnheiður , 5.9.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.