Til hamingju nýstúdentar..

Í dag fór fram þriðja útskrift frá Menntaskólanum Hraðbraut. Þessi hátíð flokkast sem stórhátíð í mínu lífi. Hún er blanda gleði og sorgar. Gleði fyrir hönd nemendanna sem tekst að klára stúdentspróf á tveimur árum og sorg vegna þess að við starfsfólkið þurfum að sjá á eftir þessu eðalfólki sem nemendur eru.

Útskriftarnemendur voru 52, einn komst ekki í útskriftina vegna utanlandsferðar. Glæsilegar dömur og herrar - rósóttir kjólar í ýmsum litum og hvítir og svartir litir áberandi  ..hlakka til að fá stúdentamyndina.

Afhending einkunna gekk snurðulaust, Margrét Kara gáfuð og falleg var dúxinn okkar með 8,99 í meðaleinkunn. Mæðgurnar Ingveldur og Matthildur fyrstu mæðgur til að útskrifast úr Hraðbrautinni.  

Ólafur skólastjóri minntist á fallegan hátt Torfa og Susie Rutar sem bæði hafa fallið frá úr síðasta útskriftarhóp. Sirrý söng síðan á ógleymanlegan og einstakan hátt "Í bljúgri bæn" til minningar um þau tvö.

Þrátt fyrir tár sem féllu þegar Sirrý söng var stundin mikil gleðistund og einkenndist af léttleika.

Mest er ánægja mín yfir þeim nemendum sem voru einhvers staðar á leiðinni alveg að gefast upp en náðu sér á strik ... stundum gat ég hjálpað og það eru ein af mínum bestu launum þegar nemendur ná að  rífa sig upp úr lægð .. en auðvitað sorg þegar þau falla út á leiðinni...Mestu skiptir að vera hamingjusöm...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband