Mórölsk prédikun um agavandamál íslensku þjóðarinnar

 Ég verð alltaf svo hissa þegar fólk sýnir óvirðingu, dónaskap o.s.frv. Ein fyrsta upplifun mín af óvirðingu krakka við fullorðna var þegar ég var rúmlega tvítug (many moons ago) og ég var að bakka bílnum mínum. Fyrir aftan bílinn stóðu tveir ca 6 ára guttar. Ég fór út úr bílnum til að biðja þá að færa sig og gerði það í móðurlegum og blíðum tón. Svarið sem ég fékk var: "Haltu kjafti helvítis homminn þinn" .. (þeir vissu augljóslega ekki hvað hommi var og töldu það blótsyrði).. Ég var í sjokki yfir þessu en þeir færðu sig. Mér var kennt að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki þegar ég var barn og með það í farteskinu var ég eiginlega bara í losti.

Enn í dag - rúmlega 20 árum síðar er ég að rekast á svona fólk, ungt og gamalt sem er með dónaskap. Fullorðnir við börn, börn við fullorðna, fullorðnir við fullorðna. Skýrasta dæmið hjá okkur er umferðarmenningin.

Það leysir engan vanda að rausa um þetta - en ég held að við þurfum öll að taka til í okkar ranni og kíkja í kringum okkur og reyna að ala okkur upp betur sem þjóð. Förum að bera virðingu fyrir náunganum og sýna tillitsemi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband