Dótabúðir óþarfar ?

Rúllað í rúllunum

Nú er ég að passa Mána sæta ömmustrák. Hann er bara yndi og ljós þessi strákur. Hann er sérlega ánægður með "dótið" hennar ömmu.

1) Eldhúsrúllur, 2) pappakassi 3) klemmukarfa m/klemmum 4)kassi þar sem amma geymir kertin sín!

Gasmaðurinn kom í fyrradag og þá þurfti ég að tæma skápinn sem gaskúturinn átti að komast fyrir í og ég hafði fyllt hann af eldhúsrúllum þar sem ýmsir ættingjar og vinir hafa þurft á styrk að halda til að komast í ómissandi utanlandsferðir með sínum skólum. Þar af leiðani lá stafli af eldhúsrúllum á gólfinu. Þetta þótti Mána mínum hinn mesti fjársjóður og byggði kastala úr eldhúsrúllum og síðan velti hann sér um gólfið á þeim!

Vala mín er búin að vera að tæma pappakassa í herberginu sínu og þeir hafa verið að þvælast fyrir mér. Hemmi kom í heimsókn og skar út glugga á einn kassann og þar með var kominn "Mánabær" sem Máni litli gat leikið sér í tímunum saman.

Klemmukarfan var síðan tekin með í baðkarið. Kertin tók hann upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr ......... hehehe..

Já - veit ekki afhverju Leikbær er að opna einhverja Super Store þegar dótið er allt fyrir hendi!! 

Hmmmm....?


Glugginn á "Mánabæ"
Meira rúll
Rúllum raðað

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Þau ertu svo yndisleg þessi börn, skemmta sér meira yfir gjafapappírnum á þessum aldri heldur en innihaldi. Ég gef framvegis eldhúsrúllu og pappakassa í afmælisgjafir ;)

Eva Sigurrós Maríudóttir, 26.9.2006 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband