Skrítnar tilviljanir... eða .. The Secret ? ..

Þegar samstarfskona mín mætti í vinnuna í morgun var hún illa haldin af augnsýkingu. Það rifjaði upp fyrir mér yfirlýsingu sem ég gaf fyrir ca. ári þegar ég tilkynnti á kaffistofunni að ég hefði aldrei fengið augnsýkingu, tveimur dögum síðar vaknaði ég upp með augað bólgið, fór til læknis, já, já komin með augnsýkingu!

Annað svipað gerðist fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan en þá tilkynnti ég vinum og vandamönnum að aldrei skyldi ég taka stera. Ástæðan var að mamma hafði þurft að taka stera vegna sjúkdómsins hennar og fór illa út úr því. Jú, jú daginn eftir fékk ég bráðaofnæmi, kom eins og karfi niðrá spítala og var sprautuð með sterasprautu. Fékk síðan pilluglas sem innihelt steralyf og átti ég að taka það í viku. Segi það engum, en ég tók aldrei sterapillurnar! .. Hef ekki fengið bráðaofnæmið aftur.. Secret hvað ???... LoL

Nú ætla ég að gefa nýja yfirlýsingu: Ég vinn aldrei í happdrætti! Crying ..

To be continued.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er ekki til neitt sem heitir tilviljun muhahahahahha...

Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Laufey B Waage

"Aldrei að segja aldrei" sagði kýrin Ljómalind (af plötu Gláms og Skráms: Í sjöunda himni). Önnur uppáhaldssetningin mín úr heimsbókmenntunum er: Það sem þú beinir huga þínum að, það vex (úr Auktu styrk þinn, eftir Lois Hay).

Semsagt: Ekki segja; ég verð aldrei veik. Segðu frekar; ég er svo hraust. Prófaðu líka að hugsa og segja oft og reglulega; þegar ég fæ stóra lottóvinninginn.... (alls ekkert ef neitt). Ég hef reyndar ekki lesið The Secret, bara Lois Hay.

Laufey B Waage, 11.1.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já þetta er skrítið Fylgist spennt með hvernig fer með happdrættið Annars hef ég aldrei á æfinni fengið frunsu

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband