Þú kvaddir í nótt ...

Þú komst  inn svo sérstök, svo sterk og svo svöl

Inn í bekkinn og varst nörd eins og ég

Við náðum því saman í hippaskóm og hjali

Fjalaketti og mali og enn meira tali

Þar til kennarinn sagði hingað og ekki lengra

Og rak okkur fram á gang og þaðan ultum við heim

Í hláturskasti sem ætlaði aldrei að hjaðna

En nú hefur hlátur þinn hljóðnað

Þú kvaddir í nótt – þinn tími kominn til að fara...

Fara eitthvert annað, þangað sem ég kem síðar

Kem inn svo sérstök, svo sterk og svo svöl

Inn í himnasali og verð nörd eins og þú..

Unnur

Unnur sæta vinkona mín..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Vala Jónsdóttir

Guð gefi okkur styrk á erfiðum tímum..  Ég elska þig mamma

Jóhanna Vala Jónsdóttir, 29.1.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki veit ég hvað gerðist hjá þér Jóhanna mín, en þú átt alla mína samúð hafir þú orðið fyrir einhverjum missi.

En það er annað sem ég vildi þakka þér fyrir, þú komst inná lengstu umræðu sem ég man eftir á mínu bloggi og gerðir þar bestu athugasemd sem ég man eftir að hafa séð lengi. Ég og guðfræðineminn konan mín vorum afar þakklátt fyrir hjálp þína. Takk fyrir að vera þú Jóhanna mín, og megi algóður Guð geyma þig og blessa.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.1.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Laufey B Waage

Einstaklega fallegt ljóð. Guð styrki þig og blessi.

Laufey B Waage, 29.1.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk elsku, elsku Vala mín þú ert perla.

Guðsteinn Haukur, - takk fyrir falleg orð í minn garð. Elskuleg vinkona mín var að kveðja þennan heim, vinkona sem ég kynntist þrettán ára og áttum við mjög sterkt vinkonusamband eftir það og munum alltaf eiga.  .. 

Alltaf verður manni ljósara og ljósara hvað skiptir máli í þessum heimi og það er fólkið okkar; vinir og fjölskylda.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Laufey

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2008 kl. 09:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð sé minning hennar og innilegar samúðarkveðjur til þín Jóhanna mín.  Það er alltaf svo sárt að missa einhvern náinn sér.  Fallegt er ljóðið þitt og segir svo margt um fallega vináttu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Hugarfluga

Rambaði inn á bloggið þitt. Geri ráð fyrir að þú hafir verið missa náinn vin og votta þér samúð mína. Guð veri með ykkur.

Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Samúðarkveðjur til þín Jóhanna. Guð veri með ykkur á erfiðum tíma !

Sunna Dóra Möller, 29.1.2008 kl. 15:37

9 identicon

Hæ,

Var að lesa ljóðið og er nottlega búin að gráta úr mér augun! Svakalega fallegt, þú ert alger meistari í ljóðagerð. Það er svo skrítið en ég sé hana Unni fyrir mér sitjandi á hvítum bekk uppi hjá Guði, búttuð og sæt, borðandi snúð og spjallandi við farna vini og ættingja :) Er gersamlega með fasta mynd af henni svona!

Love ya

Eva Lind (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:00

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ásthildur, Hugarfluga og Sunna fyrir kveðjurnar.

Eva þú ert náttúrulega bara yndislega einlæg eins og alltaf  - Takk stelpan mín með stóra hjartað !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.1.2008 kl. 09:13

11 Smámynd: Charlotta R. M.

Fallegt ljóð og ekta þið......

knús elsku systir  

ps. sniðugt þetta með snúðinn hjá Evu, því ég á einmitt svona mynd af henni....í huganum, borðandi snúð við Tjörnina og ég að hanga í ykkur....:) 

Charlotta R. M., 1.2.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband