Smáfréttir frá Köben...

Ætla að blogga smá héðan frá Danaveldi. Erum búin að hafa það feikna gott hérna, allt gengið eins og í sögu - sólin skín hér á okkur eins og henni sé borgað fyrir það!

Við fórum á ströndina í gær og börnin njóta sín sem aldrei fyrr. Bréfritari hljóp í sjóinn, kom að vísu uppúr aftur, en hann var svo grunnur þar sem við vorum við ströndina að það var enginn möguleiki að synda.

Í dag var stóri Tívolídagurinn, en hersingin dreif sig í gamla góða Tívolí. Ég og Tryggvarnir tveir ferðuðumst á hjólum en héðan frá Volosvej (Amager) tekur aðeins um 30 mín að hjóla (rólega) inn til miðborgarinnar. Á morgun er svo Stóri Stóri fermingardagur Ingva bróðursonar. Allir voða spenntir.

Kaupmannahöfn_maí_2008_II 008

Rósa og Ísold dansa á ströndinni, Ísold að máta svolítið of stóran skó!

Kaupmannahöfn_maí_2008_II 016

Svona sæt börn hljóta að eiga fallega foreldra, hér er mynd af Dúa og Lottu systur útí garði!

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 003

Hér er bréfritari kominn á breiðgötur Kaupmannahafnar

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 002

Tryggvarnir tveir í öllu sínu veldi.

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 031

Blómin í Tívolí eru svo falleg að ég stóðst ekki freistinguna að taka nokkrar blómamyndir!

Úti í garði

Slappað af útí garði, en þarna er komið kvöld. Á morgun verður svo mikil grill-fermingarveisla og hlökkum við öll mikið til.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ohhhh ... skammastín sko fyrir að vera að sýna okkur þessar hita og stuttbuxnamyndir addna. Nú er ég ógisslega abbó sko og nú get ég ekki beðið eftir að komast sjálfur í frí! Shame on you ...

Vonandi samt að þið njótið vel og hafið það sem allra best þarna í sólinni - eða ég vona allavega að þið fáið sem mest af sólinni náttúrulega. Sólarknús til ykkar..

Tiger, 10.5.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

OH! Samgleðst þér skvísan mín þetta er lífið allavega í smátíma.
                     Knús kveðjur
                       milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig langar "heim" til mín í Köben.  Út á Amager.  Eða Christianshavn.  Oh, nostalgía.

Njóttu lífsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bara gaman

Jónína Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 06:22

5 identicon

Sæl jóhanna.

Njóttu dagan með "alle hele familien".

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:05

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið áttu gott að vera í Köben *öfund*  En vonandi áttuð þið góða grillfermingarveislu í dag

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gott að þið eigið góða tíma saman

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:02

8 identicon

Elsku þið!

Það er ekkert smá gaman hvað þið eruð heppin með veður og hvað allt gengur vel hjá ykkur :) 

Jiii..hvað við öfundum ykkur.. þegar við heyrðum að þið væruð að fara í TÍVOLÍ og sólin skein fórum við beint á netið.. ætluðum sko að skoppa til ykkar... 

Held að ein af mínum bestu minningum frá síðustu árum sé TÍVOLÍ ferðin í fyrra með ykkur... Áttum mjög erfitt með að sjá ykkur fyrir okkar í TÍVOLÍ án okkar.. næst þegar þið farið í TÍVOLÍ þá förum við með.. alveg sama hvað!

TIL HAMINGJU INGVI "LITLI" sæti ....

Hlakka til að sjá ykkur öll ... erum farin að sakna ykkar... kv. Eva, Máni og Henrik. 

Eva, Henrik og Máni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað það er gaman hjá ykkur Jóhanna mín, telpurnar yndislegar og flottar myndir, Tryggvarnir flottir líka.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:56

10 Smámynd: Halla Rut

O, hvað er gott verður þarna.

Hafið það sem allra best. Bið að heilsa Tryggva. 

Halla Rut , 12.5.2008 kl. 14:31

11 identicon

Gott að heyra af ykkur í Köben. Það er ekki annað hægt en að hugsa til betra veðurs og garðgrills þegar maður sér myndirnar...

Fermingin í gær hjá okkur gekk vel og ég efast ekki um að það hafi líka verið frábært hjá ykkur. Vonandi  hitti kortið í mark... you know what I mean..

knús

Elva Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:11

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.5.2008 kl. 19:54

13 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta er greinilega frábært hjá ykkur. Njótið lífsins áfram í blíðunni í uppáhaldsborginni minni.

Laufey B Waage, 13.5.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband