Dýrðardagur á Keili

Þvílíkur dagur sem ég er búin að eiga í dag! Fyrst var það að endurheimta ,,börnin" með morgunfluginu frá Orlando og fá að knúsa þau fast og síðan var það heilmikil Keilisganga með ,,börnunum" úr Hraðbrautinni, sem tók að vísu lungað úr deginum! .. Við heimkomu um 18:30 biðu svo Máni og Henrik, síðan komu Vala, þá Bíbí og Tryggvi yngri og grilluðum gott - endaði svo í heitum potti til að ná úr mér strengjunum eftir Keili!

Kleifarás_og_fleira 012

Fyrsta stoppið ..

Kleifarás_og_fleira 019

Liðið mitt á röltinu og Keilir í fjarska - en við fórum ekki alveg hefðbundna leið...

Kleifarás_og_fleira 029

Komin næstum að fjallsrótum, en gangan að þeim er býsna drjúg..

Kleifarás_og_fleira 039

Þá er haldið upp í mót og þessi snót var svona að hugsa um að gefast upp en svo sagði hún mér að mamma hennar myndi stríða henni ef hún færi ekki alla leið á toppinn svo hún lét sig hafa það.. góð mammennar!

Kleifarás_og_fleira 073

"Sú gamla" komst veðurbarin á toppinn og skráði í Gestabók, Hraðbraut tveimur árum á undan á toppinn!

Kleifarás_og_fleira 069

Ekki má gleyma ,,þeim gamla" -  aðstoðarleiðsögumanninum, aðalmyndasmiðnum

Kleifarás_og_fleira 080

What goes up must come down.. og þarna erum við á niðurleið ..

Kleifarás_og_fleira 092

Liðið mitt eins og útflattur fiskur eftir gönguna ..

Við komum öll heil af fjalli og það er það sem skiptir máli, en því miður fór ekki eins vel fyrir rútunni okkar því að bílstjórinn hafði verið að snúa henni og festi rútuna svo kalla þurfti á aðra rútu úr bænum til að sækja okkur! ..

Er núna orðin býsna lúin og búin og líklegast best að fara að hvíla lúin bein. Wink

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvílík ganga!
Þið voruð nú bara heppin að ég skildi ekki vera í þessum hóp, þá hefðuð þið heyrt ,, getum við snúið við núna?" og ,, er langt eftir???". Á þriggja mínútna fresti!

Flott ganga, ætli maður verði ekki að skella sér þangað í framtíðinni.........

Nei ég reyni frekar í draumum....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín - það er frábær upplifun ,,að komast á toppinn" Það er líka skemmtileg líkamsrækt .. sérstaklega í góðu veðri.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.5.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Líkamsrækt, flúbídú.... tölum ekki um svoleiðis

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær elja í þér kona.  Átt alla mína aðdáun.  Asskoti ertu flott á myndinni, þar sem þú situr á toppnum.  Fantaform.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dugnaðurinn ! Mig dreymir um að verða svona dugleg, en segi eins og Róslín læt bara drauminn nægja... í bili minnsta kosti

Jónína Dúadóttir, 26.5.2008 kl. 07:43

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Djö.. kraftur er í þér kona

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haha Jóna - hugurinn ber mig vissulega hálfa leið en líkaminn restina. Hef nú ekki alltaf verið svona viljug í fjallgöngur!

Jónína - sumir draumar rætast sko..

Jenný Anna - það er ekki ónýtt að eiga aðdáun þína og takk fyrir komplimentið!

Róslín - ég sá nú mynd af þér á línuskautum - það er eitt form líkamsræktar sem er örugglega skemmtilegt, ég er svo mikill kjúklingur að ég er hálf hrædd við línuskauta. Á þó eitt ósnert par í geymslunni og vonandi prófa ég það einn daginn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.5.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Tiger

   .. þú ert bara alger töffari að hafa komist alla leiðina á fjöll - og til baka! Ég er handviss um að þetta hefur verið æðisleg ferð, útiveran er alltaf svo dásamleg. Love nature .. og það stuff. Eins gott að lúnu beinin þín verði búin að jafna sig áður en þú ferð í næstu fjallgöngu.. eða var þetta sú eina sem lifið tekur við? *glott*. Njeee .. segi bara svona sko. Knús á þig ljúfan og eigðu yndislegt kvöld.

Tiger, 26.5.2008 kl. 21:07

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott kvöld! Mikið eru þetta skemmtilegar myndir og þú aldeilis dugleg....ég á mér stóra fjallgöngudrauma....en gefst alltaf upp þegar á hólminn er komið og fæ mér sæti og bíð eftir hinu duglega fólkinu sem fer alla leið .... !

Sunna Dóra Möller, 26.5.2008 kl. 22:23

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottar myndir og mikið svakalega hafið þið fengið flott veður!

Huld S. Ringsted, 26.5.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tigercopper! .. Þetta er nú ekki eina fjallgangan mín, fer tvisvar á ári með ,,liðið" héðan úr Hraðbraut í miserfiðar fjallgöngur þó. Mesta ævintýragangan okkar var ein Esjuferð þar sem óþekktarangar skáru sig úr hópnum og renndu sér á snjónum - enduðu síðan í þyrluævintýri. Það fór þó betur en á horfðist, einn nemandi endaði þó með brákaðan hryggjarlið og annar sár á fæti.

Síðasta sumar fór frúin í fjögurra daga fjallgöngu í Víkur fyrir norðan. Það var ganga frá 6-9 tímum á dag urð og grjót o.fl.  Gengum m.a. Bjarnarfell sem er ,,óðs manns æði" í raun - snarbrattar skriður í sjó niður og fer ég ALDREI aftur í slíkt.

Sunna - vonandi þínir fjallgöngudraumar rætist

Já, Huld veðrið var sko gott, enda sérpantað! Ég hafði sett það í tilkynninguna að ég held mánuði fyrir 25.maí að ég hefði pantað gott veður svo þetta var sérstök tilviljun.  .. Annars hef ég frasa í mínu lífi - "Það er alltaf gott veður þar sem ég er" .. (smá grobb þarna á ferð)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 08:56

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég mæli með línuskautum, það er bara geggjað ef það eru jafnir vegir, ekki eitthvað sem stoppar mann strax.
Ef þú þorir ekki ein skal ég koma með þér, en þá þarf ég fyrst að troða mér í mína gömlu, en ekki fara á hjólaskauta, þeir eru stórhættulegir!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 11:09

13 identicon

Mikið var gott að ferðin hepnaðist þetta vel hjá ykkur öllum . Og fínar eru myndirnar úr ferðinni  hjá ykkur ,og það verða allir þreittir eftir slíkann dag ,en það er af hinu góða og vöðvarnir í líkamanum þjálfast vel ,og ekki verra að leggjast í heitapottinn eftir þetta viðvurðarríkann dag. Bara gaman.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband