Góður óður .....

Einn af uppáhaldsóðum mínum er Óðurinn til kærleikans úr fyrra Kórintubréfi. Óðurinn í gærkvöldi er einnig kærleiksóður, kærleiksóður til náttúrunnar. Til fjallanna, ánna, vatnanna og bara náttúrunnar allrar.

Manneskjunni er gefinn sá máttur að vera hirðir náttúrunnar og dýranna. Dýrin eru í raun ofurseld okkur fólkinu. Við setjum dýrin í garða og við beislum náttúruna. Mér finnst að í báðum tilfellum eigum við að lágmarka þetta eins og hægt er. Mér líður illa í dýragörðum og mér líður illa að sjá vinnuvélar tæta í sig fjöll. Sorglegt að sjá þegar öndin situr föst á eggjunum sínum þegar lónið er að fyllast af mannavöldum eins og ég horfði síðast á á myndbandinu á síðu Hönnu Láru.

Þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli og sé sárið sem þar er komið eftir malartöku eða hvaða töku sem þar fram, hugsaði ég með mér að það væri ekki nema von að fjallið nötraði...

Ég veit að það þarf ál í flugvélar, það þarf að virkja til að fá orku, en það má ekki asa of hratt í þetta. Nú er verið að leggja flugvélum vegna kreppu, svo eitthvað hlýtur álframleiðslan  að dragast saman eða hvað? ..

Mér sýnist við ekki þurfa að beisla meiri náttúru á Íslandi - nóg er komið - við þurfum að koma beisli á bankastjóra og aðra stjóra hvort sem þeir eru kvótabankastjórar, seðlabankastjórar eða í öðrum bönkum því að í raun erum við orðin eins og dýr í dýragarðinum þeirra og fáum engu ráðið um okkar hag. Bensínið hækkar, vextirnir hækka, maturinn hækkar - hvenær springum við og förum að hrista okkur eins og Ingólfsfjall ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alltaf að verða meira og meira meðvituð um að ég á frábærustu bloggvinkonur í heimi.  Hvar hafið þið verið allt mitt líf?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála, það þarf að hægja á

Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég hef tekið eftir þessum uppgreftri í fjallinu og furða mig alltaf jafn mikið á því af hverju þetta er gert. Takk fyrir frábæra færslu Jóhanna mín.  Orð í tíma töluð!

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jenný Anna, tja.. ætli maður hafi ekki bara verið að rífa sig á kaffistofunni og svo við bóndann (hverju sinni) uppí rúmi á kvöldin!

Jam, Jónína - förum fetið...

Hversu margir ætli hafi ekki furðað sig á þessu sári á fjallinu Ía! .. skrítið hvað lítið hefur heyrst um það.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband