Hver er tilgangurinn?

Þessir skemmdarvargar virðast hafa mikið fyrir því að reyna að skemma og valda slysi. Hvað býr eiginlega að baki svona framkvæmd? Vonandi nást þessir piltar og skýra hvað þeim gengur til. Getur eina ástæðan verið að þeir vilji valda slysi, eða getiur verið að þeir séu svo heimskir að þeim finnst þetta fyndið?

Dóttir mín setti ásamt vinkonu sinni upp lítið kaffihús á Garðatorgi þegar hún var fimmtán ára. Þær fengu frétt birta í DV sem þá var og hét um duglegar stúlkur sem seldu vöfflur og kaffi. Við höfðum fjárfest í plaststólum og borðum og hjálpað þeim að koma þessu af stað, en einn morguninn komum við að þar sem einhver hafði brotið og bramlað hluta af húsgögnunum. Þær voru sárar kaffihúss "konurnar" þann morguninn.

Mamman varð vægast sagt foxill og ákvað að gerast Sherlock Holmes. Sat í bílnum kvöldið eftir og fylgdis með, leið ekki á löngu þar til tvær unglingsstúlkur komu aðvífandi og önnur fór að hoppa ofan á einu borðinu. Mín kastaðist út úr bílnum, þar sem ég beið eins og lögga að vísu án kleinuhringja,, og náði að grípa aðra dömuna. Hún hafði enga skýringu, vildi bara skemma. Hún vildi ekki segja mér hvað hún héti, né hvar hún ætti heima því ég ætlaði með hana heim til foreldra og ræða við þau.

Lögreglan fylgdi því dömunni heim og fann síðan vinkonu hennar og ræddi við foreldra.

Ég vona að það að lenda í því að fara í lögreglufylgd heim hafi kennt þeim lexíu í lífinu þessum dömum.

 

 

 


mbl.is Stefndu börnunum viljandi í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég get alls ekki skilið skemmdarfýsn, skemma bara til að skemma... Að ég tali nú ekki um þessa ungu menn, sem virðast viljandi vera að reyna að skaða börnin sem fara í þetta tæki

Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 07:28

2 identicon

Réttast að þessir hálfvitar verði ákærðir fyrir morðtilraun því þetta er ekkert annað.

Palli (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 07:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er með ólíkindum.  Hvaða eðli er í svona fólki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Verst að næturvörðurinn skildi ekki hafa haft vit á því að kalla til lögreglu heldur flæmdi hann þá á brott svo ekki náðist í rassgatið á þessum brjálæðingum.  Verður sjálfsagt ekki gott að hafa upp á þeim því miður. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jónína .. maður bara skilur ekki svona segi ég eins og Ragnar Reykás!

Já, Gunnar - þarna hefði eflaust getað orðið stórslys ..  

Jenný, ... kallast það ekki óeðli ?

Já, það verður því miður eflaust erfitt að ná í þessa gaura Ía.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Jens Guð

  Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum er líklegt að þessir drengir náist.  Þeir voru með uppvöðslu á Náttúruhljómleikunum í Laugardal og reyndu meðal annars - án árangurs - að velta bílum.  Fjöldi manns ber kennsl á þessa bjána.

  Annars er ekki alltaf gott að átta sig á hvað veldur skemmdarfýsn.  Ég þekki hálfþrítugan mann sem fyllist skemmdarfýsn þegar hann dettur í það.  Þá á hann til að snúa spegil eða rúðuþurrku af bílum,  beygla reiðhjól og eitthvað í þá veru.  Þessi drengur kemur frá góðu heimili og hefur aldrei skort neitt.

  Ég hef oft spurt hann út í þetta.  Eina svarið sem hann hefur er:  "Þetta var bara fyllerísrugl."

Jens Guð, 1.7.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband