Krabbameinsfélagið stendur vaktina ....

Í síðustu viku var hringt á dyrabjöllunni, fyrir utan stóð piltur með ábyrgðarbréf stílað á Jóhönnu Magnúsdóttur og sendandinn var Krabbameinsfélagið. Ég kveikti alls ekki á því af hverju ég væri að fá þetta bréf, en kvittaði að sjálfsögðu pent fyrir mig. Settist inn í sófa, opnaði umslagið og tók upp bréf - og það fyrsta sem blasti við var skrifað með rauðu: LOKABRÉF .. ekki leit það vel út. Innihald bréfsins var s.s. áskorun á undirritaða að mæta í skoðun, vegna þess að hún er undir sérstöku eftirliti, í þokkabót.

"Shame on me" .. Blush

Ég skammast mín í fyrsta lagi fyrir að draga þetta svona, í öðru lagi fyrir að láta krabbameinsfélagið vera að borga ábyrgðarbréf og standa í að "nauða" í mér til að koma..

Ætla ekki að útlista mínar afsakanir hér, en ég mun örugglega versla bleiku slaufuna á morgun, þó það sé engin syndaaflausn.

Ég dáist að leið um þrautseigju Krabbameinsfélagsins við að fá vandræðagemlinga eins og mig í skoðun ..

p.s. ég á tíma á morgun kl. 8:50! Smile 


mbl.is Bleika slaufan í sölu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: M

Góð áminning.  Kominn tími á mig   Ætla líka að kaupa þessa fallegu slaufu og bera hana stolt í minningu þeirra sem hafa tapað orustunni og eins þeim sem hafa aftur náð bata

M, 30.9.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 30.9.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Minn tími er löngu kominn.....þarf að gera eitthvað í þessu, takk fyrir áminningu

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á aldei að draga svona heimsóknir. Þvílík snilld hvað er gert mikið fyrir mann, mun sko muna eftir slaufunni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úfff, ég var skorin fyrir 12 árum og er ekki enn farin í tékk þrátt fyrir mörg bréf.  Held ég sé í afneitun.  Systir mín fékk allan pakkann og er nýstigin upp úr erfiðri meðferð.

Ég kaupi slaufuna OG panta mér tíma.

Mér verður alltaf svo órótt þegar ég hugsa um þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mikið er ég glöð að heyra að bréfið mitt hefur ýtt við fleiri en mér!  .. Þurfti að vísu að fresta tímanum á morgun, en ekki hvað!!!!... að vísu bara um einn dag.

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband