Kreppuráð Jógu nr. 1, dekurbað!

Í kvöld þegar þú kemur heim úr vinnunni, eða ert búin/n að gefa fjölskyldunni að borða og hátta börnin ofan í rúm (ef einhver eru) láttu þá renna í bað, settu ilm í baðið og raðaðu kertaljósum á brúnina. Rósablöðin eru óþörf, bara vesen að sópa þeim saman á eftir, hehe.. Leggstu svo í heitt bað og láttu vatnið gæla við líkamann.. svona, svona, ætla ekki að fara út í neina erótík hér, verð að vera "proper".... Liggðu bara róleg/ur í baðinu, ekki verra að setja upp dvd spilarann eða útvarp og hlusta á fallega tónlist...  

Mundu svo að láta þér þykja vænt um sjálfa/n þig Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

"Ef ég væri ríkur..." Þá væri ég löngu búin að setja inn baðker. Og fara í rósabað með ilmbombum og tilbehör.

Rut Sumarliðadóttir, 23.10.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæl, þú hefur tekið út flotta bölsýnisljóðið eftir Matthías Joc. það höfðaði allavega miklu betur til mín heldur en svona rósabað.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.10.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Birna M

Verst að Lush er farið á hausinn

Birna M, 23.10.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Emil..búin að birta aftur bölsýnisljóðið, það fór óvart út!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 18:18

6 Smámynd: Laufey B Waage

Svona bað er náttla bara æði. Svo má setja ekta rósaolíu út í baðið. Þá sleppur maður við að sópa blöðunum upp. Verst að ég mundi pottþétt kveikja í hárinu á mér ef ég hefði kerti báðu megin.

Laufey B Waage, 25.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband