Krúttsaga .. algjört möst að hafa titil ... enn um flókið fjölskyldumynstur

Ég sá fyrir allnokkru síðan á svipnum á henni Evu, dóttur minni að hún var "bomm", en nú er það opinbert og ekki hægt að fela, þar sem maginn er farinn að stækka. Ísak Máni verður sem sagt stóri bróðir!

Þegar við vorum öll stödd hér saman, eitt fimmtudagskvöldið,  þá koma oft pabbi Tryggva, mamma mín og börnin hans og míns í mat, og jafnvel fleiri, fékk Máni (4 ára) leyfi til að tilkynna það, með miklu stolt,i að hann væri sko að verða stóri bróðir. Allir fögnuðu mikið og óskuðu honum til hamingju.

Allt í einu var mér litið til litla Tryggva (5 ára) sem stóð álengdar og horfði á og sagði við sjálfan sig með bland af pirrings og undrunarsvip; "En ég er stærri en Máni" .. Tryggvi yngri er eiginlega stjúpbróðir mömmu Mána, til að útskýra tengslin, þó að við notum það orð aldrei. Hann væri þá í raun stjúpmóðurbróðir litla barnsins. Alla veganna þá sá ég að hann vantaði athygli,  - og titil! Máni væri að verða stóri bróðir, og hann var sko stærri en Máni!

Ég tilkynnti yfir hópinn að Tryggvi væri að verða "stóri frændi" og varð hann mjög stoltur af, og stækkaði um helming við tilkynninguna. Hann er enn mjög stoltur af þessum verðandi titli, sem hann að sjálfsögðu er löngu kominn með gagnvart öðrum litlum börnum sem hafa fæðst í fjölskyldu hans, en þetta verður alveg "spes" stóri frændi í þessu tilfelli.   

Barcelona búningar

Tilvonandi "stóri bróðir"  og  tilvonandi "stóri frændi" ... í fótboltabúningum sem amma/Jóga og pabbi/afi Tryggvi keyptu í Barcelona í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað verður hann að vera með titil þessi elskaSætir strákar, við eigum líka lítinn Ísak Mána, hann er 3 ára síðan í aprílEigðu góðan dag Jóga amma

Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 07:48

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er bara krúttlegt og gott að þú tókst eftir þessu, það er allt of sjaldgæft að maður muni heildina er svona kemur upp á, en þið eruð greinilega með allt á tæru hef oft orðið vör við það í þínum skrifum.
Knús til þín og vona að þú getir farið að borða svolítið í dag.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Innilega til hamingju, risastóra fjölskylda...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.11.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eigðu sömuleiðis góðan dag Jónína amma.  Gaman að því að við eigum báðar ömmustráka með nafninu Ísak Máni OG þeir eiga báðir afmæli í apríl.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk, takk Milla - allir verða að vera sýnilegir. Hann kann líka að meta það að tekið sé eftir sér sá ungi. Hef sérstaklega tekið eftir því undanfarið, en ég er farin að fá óumbeðin knús uppúr þurru og það er nú gaman fyrir "stjúpu." Kannski bara af þvi hann vorkennir mér núna. 

Dagurinn í dag virðist ætla að vera miklu betri en í gær og ætla að trúa því að þetta sé allt upp á við, samkvæmt bókunum..   Ég fer þó ekki í stórsteikurnar, hehe ..  Knús til þín á móti.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Róslin mín, já það stækkar fjölskyldan! Engin kreppa þar.

 Ég hef ekki verið dugleg að kíkja í heimsókn á bloggin ykkar, en það rætist vonandi úr því skjótt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 12:11

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 8.11.2008 kl. 13:27

8 identicon

Sæl Jóhanna mín!

Gott að heyra að heilsan er eitthvað aðeins að skána

Já, það getur verið margt kúnstugt við svona flókin fjölskyldumynstur, láttu mig þekkja það!

Eigðu góða helgi, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu Jóga! Þá er ég að fara að verða "stóra frænka" líka, mannstu?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú örugglega eigi að hann vorkenni þér, heldur finna þau fljótt hvar gott er að vera.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir það Milla mín.

Róslín, ég gleymi þér ekki.

Takk fyrir kveðjuna Ásdís Emilía.

 Rut.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband