Hafragrautur ekki allra ..

Við áttum góðan dag í gær. Fyrst fórum við í heimsókn til Evu, Henriks og Mána og svo áttum við von á heimsókn systra minna og mömmu sem tók sér leyfi frá Landakoti, svo litla fjölskyldan kom með okkur aftur  heim og dvaldi fram yfir "Gettu betur".. Tryggvi keypti súkkulaðiköku og við hituðum kaffi og svo misstum við okkur aðeins í þjóðfélagsumræðuna(sama hvað mamma reyndi að stöðva okkurLoL).

Já hitinn er orðinn svo mikill. Nú skal sparað á leikskólunum - sparað í mat barnanna, ekki lengur morgunkorn í boði, hafragrautur er það heillin eða éta það sem úti frýs!

Við spekúleruðum hvort að sparað væri í mötuneytinu í herbúðum Borgarstjórnar, eða hvort að gúmmelaðið væri skorið við nögl á nefndarfundunum? Hver skyldi geta svarað því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það væri forvitnilegt að fá sparnaðaráætlun mötuneytisins í Ráðhúsinu.

Ójá.

Annars er hafragrautur fínn, fyrir þá sem geta komið honum niður.

Hm.......

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek 100% undir það að hafragrautur er fínn - einmitt fyrir þá sem geta komið honum niður!  ...  Mér finnst þetta bara merkilegur sparnaður, frá því að bjóða morgunkorn sem valkost fyrir þá sem koma honum ekki niður í engan valkost.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.3.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eins gott að ég er komin af leikskólaaldri (bara smá) því hafragrautur er eitt af því fáa sem ég legg mér ekki til munns. Hann var neyddur ofan í mig í sveitinn og ég fór og  ældi honum bak við stól í stofunni!

Veit ekki af hverju ég er viss um að slíkt tíðkist ekki í Ráðhúsinu. Af hverju skyldi það nú vera?

Rut Sumarliðadóttir, 15.3.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Anna Guðný

Held nefninlega að hafragrautur sé á boðstólum í fleiri mötumeytum en við höldum. Einn skólinn hér á Akureyri tók upp á því fyrir nokkrum árum að bjóða upp á hafragraut á morgnana, fyrir kennslu, og það hefur gengið alveg með ólíkindum vel. Of mörg börn sem voru ekki að fá morgunmat heima. Ástæðan var ekki sú sem ég hélt, að það væru blankheit. Nei, heldur var ástæðan oftar sú að fjölskyldan fór svo seint á fætur að ekki gafst tími til að borða morgunmat.

Hafðu það gott Jóhanna mín.

Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég elska hafragraut

Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hafragrautur er góður matur en margir geta ekki borðað hann. Ódýr kreppumatur

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 23:15

7 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég get borðað hann,en þar sem að við einverukallar erum latir til eldamennsku ætla ég ekki hvorki að hafa Hafragraut né Súpukjöt í viku

að hætti Gísla á Upssölum, þess mæta Íslendings.

En þegar þú setur út á hafragrautinn góðri slettu af skyri þá er mér nú ekki allveg sama um bragðið. 

Kreppumatur, sagði einhver og þar að auki þrælhollur.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Jóhanna Vala Jónsdóttir

MMMmmm.. hafragrautur!  

 Hafragrautur með bönunum. Hafragrautur með rúsínum og kanil. Hafragrautur með maple sírópi og jarðaberjum! Ég er hafragrautafíkill.. við elskum hafragraut og borðum hann með bestu lyst

 Hafragrautur er mjög vinsæll hérna úti.. enda hollur!

 Knús á þig mamma mín..  elska þig!

Jóhanna Vala Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 01:57

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, mikið er gott að hafragrauturinn á marga fylgismenn. Ég tek alveg undir það að góður hafragrautur er góður. Ég get að vísu varla borðað hann nema þegar ég elda hann sjálf (ótrúlega sérvitur). Vandamálið er að sumir hreinlega kúgast þegar þeir þurfa að borða hann.

Minn er með "dashi" af hunangi og hörfræjum "a la Ágústa Johnson"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 04:15

10 identicon

Já.. stakk uppá því að setja sultu og mjólk útí, það gera dagmömmurnar í DK og flestum börnum finnst það æði, en það er auðvita of dýrt!  Ef það væri nú bara hafragrautur sem sparnaðarráð !!! Nei nei.. það er sparað í öllum hornum þegar kemur að börnunum okkar !!! Starfsfólk leikskóla má ekki lengur vinna yfirvinnu, ekki má ljósrita eins mikið, ekki hægt að pannta meiri liti eða dót. Leikskólastjórar þurfa nú að sitja ennþá sveittari yfir bókhaldinu, ekki eins og það hafi mátt við því að missa aura úr buddunni !!! Leikskólastjórar hafa margt betra við tímann að gera en að reyna að ná endum saman !!!

Nú hef ég búið á Íslandi í rúm 3 ár og að mínu mati hefur leikskólakerfið versnað með árunum. Ég get ekki beðið eftir að Ísak Máni fari í skóla, er voða hrædd um að það verði kannski ekki betra, þar á jú líka að spara!

Þetta getur haft alvarlegri afleiðingar en við gerum okkur grein fyrir... svonar var sparað í finnlandi á sínum tíma og þar er talað um "glötuðu kynslóðina" það eru börnin sem fóru ss. verst út úr kreppunni þar !!! Verða það börnin mín ????

Nei takk..

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband