Maður með brjóst = kona ?

Hvenær er kona maður og hvenær er kona ekki maður ? Orðið maður er til vandræða og trafala með þessa tvöföldu merkingu. Stundum þýðir það manneskja og stundum þýðir það karl. Dæmi um að nota EKKI orðið maður um konur:

Það er ekki alltaf hægt að skipta út orðinu maður fyrir kona - Dæmi:

Bókartitill  Jóns Thoroddsens; Maður og kona, hefði hljómað undarlega ef að hann hefði verið Maður og maður.

Við tölum aldrei um ófrískan eða barnshafandi mann, eða  mann með stór brjóst (nema feita karla kannski).  Ég held að við ættum að nota orðið karl meira um (karl)menn, og þá væri eðlilegra að tala um mannkynið sem menn.

Svo er þetta líka með herrana. Ég er ekki herra nema ég verði ráðherra! Þegar ég verð ráðherra er ég þá orðin Herramaður  bæði maður (af því ég er manneskja) og herra af því ég er ráðherra? Þetta stefnir í óefni. Mér finnst að við ættum að reyna að finna annað orð fyrir konur í ráðherrastól (ráðdömustól ?) ..  Ef verið er að ávarpa samkvæmi, þar sem mættir eru menn af báðum kynjum segja ræðumenn (sem stundum eru konur): "Herrar mínir og frúr", eða "dömur mínar og herrar", en ekki herrar mínir og herrar, jafnvel þó að í sálnum séu eintómir (ráð) herrar!

Úff - það er til að æra óstöðugan að pæla í þessu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru ekki allar fréttir góðar fréttir. Lestu í gegnum dánarfregnirnar í morgunblaðinu í dag. Þar er tilkynning um gamlann nemanda hann torfa.

.. (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 00:11

2 identicon

Því miður eru ekki allar fréttir góðar fréttir. Lestu í gegnum dánarfregnirnar í morgunblaðinu í dag. Þar er tilkynning um gamlann nemanda hann torfa.

.. (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband