Sunnudagur, 6. apríl 2008
Víkingur - gamall píanóleikari ?
Ég var að horfa á þáttinn hennar Evu Maríu þar sem hún rabbaði við Víking Heiðar Ólafsson, þennan sæta unga strák sem gæti orðið óskabarn þjóðarinnar vegna píanósnilli sinnar.
Eva María tók viðtal við Erlu Stefáns píanókennara, sem byrjaði að kenna honum fimm ára gömlum, en þegar hann byrjaði sagði Víkingur Erlu að hann kynni að spila á píanó. Hún sagði það rétt, það hefði verið í honum og hann hefði komið með þann ,,farangur" inn í þetta líf. Hann væri gamall píanóleikari, eldri en hún.
Það er ekki í takt við kristna trú að trúa á svona, en stundum finnst manni eins og sumir fæðist með svo þroskaðan anda að það hljóti að vera einhver farangur sem fylgi. Kristin trú (eða eins og sumir túlka hana) má heldur ekki verða sú spennitreyja sem heftir fólk frá víðsýni.
Í Biblíunni er talað um talentur (sbr. talents) sem eru auðvitað bara hæfileikar og hvernig við nýtum þessar talentur.
Hvort sem að við komum með farangur frá fyrra lífi eða erum fædd með talentur þá skiptir mestu máli að nýta það vel, lítið gagn er að farangri sem er lokaður í ferðatösku eða talentum í lokuðum kassa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Við verðum í sippubandi.... húmor mömmu á (82.aldursári)
Ég hringi á undan mér og segi að ég komi eftir 20 mínútur. Þegar ég kem keyrandi að blokkinni er hún komin niður. Sest inn í bílinn og við ákveðum hverst skal fara, sem er yfirleitt í Hagkaup Skeifunni.
Hún er svolitið áhyggjufull því einhverjir ,,kallar í húsinu hennar" vilja fara að byggja bílskúra, en hún hún og aðrar konur í húsinu eru á móti þessum bílskúrsbyggingaáformum og því verður sko mótmælt á næsta húsfundi sem er í bígerð. Þetta mál hefur alla burði til að verða eitt þeirra mála sem móðir mín á eftir að missa svefn yfir, og hafa þau verið nokkur á undanförnum árum.
Á leiðinni leiðbeinir hún mér við aksturinn og finnst ég stundum vera að keyra eitthvað rangt. Hún vildi beygja inn á bílastæðið við Office One, en ég sting upp á að við keyrum örlítið lengra og beygjum þá til hægri. Við leggjum og göngum inn í Hagkaup, mamma stjórnar kerrunni og finnst gott að styðja sig við hana. Um leið og hún er komin með kerruna er hún orðin hættuleg. Keyrir yfir hámarkshraða og ég er á vaktinni að grípa inní ef fólk er framundan. Ég lít við í varalitarekkanum og þá er mamma horfin, komin framhjá álegginu, 1944 og öllu! Komin að jógúrtrekka og er að raða í kerruna. Ég spyr hvort hún vilji ekki kaupa rétti til að setja í örbylgjuna, ,,ha á ég að kaupa kerti" spyr hún, en heyrnin er ekki alveg nógu góð. Ég vil hún kaupi 1944 en hún segir það óþverra, hún vill bara hafgragraut sem hún getur sett í örbylgjuna.
Við komum að ísfrystikistunni og þar eru ísblómin hennar mömmu sem eru hennar uppáhaldsblóm. Það eru ekki til allar sortir - sem gerir hana ekki alveg nógu glaða. Hún finnur að vísu einn Cappuchino ísblómspakka og vill grafa undir hina til að vita hvort að hún finni ekki fleiri. Við látum nægja nokkra jarðarbjerja og Dajm. "Jæja, ég þarf ekkert meiri mat" segir hún. Mig vantar bara ný gleraugu." Ég fæ hana til að kaupa smá meira en ekki nóg. Mamma er ekki fyrir að eiga of mikið, samt á þetta að duga í viku!!.. Einn kleinupoki fær náðarsamlegast að fara í kerruna. Hún er ánægð á kassanum að innkaupin eru undir fimmþúsundkrónunum, því síðast fóru þau upp undir tíuþúsundkallinn.
Við komum við í gleraugnabúðinni og indæl stelpa finnur gleraugu við hæfi og gerir við gömlu gleraugun ókeypis. Yfir því var mamma glöð og fannst þetta mjög góð ferð.
"Jæja, nú verð ég í rólegheitunum á morgun." Á morgun vill hún hvíla sig, búin að vera í miklu fjöri í dag. Hulda systir hafði komið í heimsókn til hennar með föt úr hreinsun og gefið henni handsnyrtingu. Ég býð henni í hádegismat á morgun, en hún segist eiga mat til að borða í hádeginu en ekki um kvöldið. Ég spyr hvort hún vilji þá ekki bara borða sinn hádegismat um kvöldmatarleitið, en ,,nei - það er eiginlega ekki hægt" .. Þetta þýðir að hún VILL koma í kvöldmat og er að reyna að stýra því! Ég er frekari og ,,múta" henni með því að ég bjóði Evu líka og hún hafi gaman af því að hitta hana og langömmustrák. Okkur semst að ef Eva kemur komi hún, annars komi hún ekki neitt! .. Ég fer upp með henni með matinn, en hún vill helst losna við mig strax að því loknu. Ég kveð og segi, ,,jæja mamma mín, við verðum í bandi" hún brosir og segir ,,í sippubandi" og hlær.
Mamma min er algjör dúlla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Saumó-ganga...
Ég er að bíða eftir saumaklúbbsvinkonum mínum, en ég býð í göngu um Elliðárdalinn og svo ,,brunch" á eftir. Veðrið er eins og best verður á kosið, þó auðvitað sé svolítið kalt. Hef sett myndavélina á kolrangan stað og get ekki tekið myndir af þessum fræknu frúm - og verst að ég get ekki hringt í myndavélina eins og símann, en ég er einmitt alltaf að setja símann á rangan stað líka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Fiskur daginn fyrir próf!
Ég hef lengi kallað fisk ,,heilafæði" af því að maður yrði svo gáfaður af því að borða fisk og krakkarnir mínir, sem voru nú ekkert sérlega mikið gefin fyrir fisk, áttu það til að biðja um fisk á diskinn sinn daginn fyrir próf! Átti sko að redda á síðustu stundu!
![]() |
Fiskur gerir börnin greindari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. apríl 2008
For-sjá eða for-ræði barna ..
Ég hef svolítið hugleitt gildi þessara orða: forsjá og forræði, en í dag er talað um að foreldrar eða aðrir fari með forsjá en EKKI forræði eins og áður tíðkaðist.
Eins og sést í orðinu forræði er það einhver sem ræður yfir barninu. Orðið forsjá er miklu hlýlegra að mínu mati og hefur þá merkingu að það eigi að sjá fyrir barninu. Það er líka svolítið skylduhlaðið. Það er s.s. skylda okkar að sjá fyrir börnunum.
Hvað er svo að sjá fyrir barni ?
Auðvitað hlýtur það að vera að sjá til þess að það hljóti sem bestan aðbúnað og uppeldi sem viðkomandi getur gefið. Ást, hlýju, umhirðu, aga, samveru ... o.fl. o.fl. Það þarf líka að búa þau undir þennan ,,grimma" heim og kenna þeim hvernig á að taka á móti mótlæti..
Börn eru yndislegt fólk, þau eru hrein og bein og koma til dyranna eins og þau eru klædd .... en við fullorðin erum misyndisleg og misvel vel gerð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ég sem hélt það væri að koma sumar ... blótaði í morgun!
Ég blóta svona næstum aldrei, því ég hef illan bifur á blóti og tel það komi nú bara í rassinn á manni sjálfum að gera slíkt. EN í morgun þegar ég leit út um gluggann þá ...#$&&#"&/(.... gleymdi ég mér. ... Er búin að jafna mig og vona að þetta verði nú síðasti skammtur af vetrinum.
SUMARDAGURINN FYRSTI
ER 24. APRÍL ...
Best að nota ,,The Secret" á þetta og fara að hugsa um sólina ..
![]() |
Hellisheiði lokuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Mask Jungle ...
Ég er svo heppin að eiga tvær yndislegar systur ... Myndirnar hér að neðan eru teknar úr sumarbústaðaferð okkar systranna fyrir tæpum tveimur mánuðum, en við komumst vonandi fljótt aftur! ... Á skjá einum er að byrja þátturinn ,,Lipstick Jungle" ... það má því kalla þetta Mask Jungle ..
Sjálf undir maska ... í bolnum sem Vala gaf mér frá Ameríku!
Lotta systir með maska á andliti og með djús í glasi ...
Hulda systir "undir" maska ..
síðast en ekki síst ...ein krúttmynd frá páskum af súperman og súperman..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Góð þjónusta fyrir kvikmyndaáhugafólk...
Vil vekja athygli á frétt um bíómyndir sem hægt er að hala niður ókeypis.
Slóðin er http://www.mbl.is/mm/mblbio/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
DoctorE er prestur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Var að skoða síðuna hjá DoctorE, en eins og margir í bloggheimum vita og hafa fylgst með hefur hann farið mikinn gegn trúmálum og öllu sem tengist trú. Þetta er í raun allt gert hjá honum til að sýna fram á ruglið að vera svona mikill öfgamaður gegn trúnni! Er nú ekki alveg viss um að hann hafi hitt í mark... hmmm..
Nú kemur í ljós að þetta átti allt að vera ,,grín" og opinberaði hann sig í nótt. Þar kemur í ljós að hann er í raun og veru prestur, þið getið séð nafnið hans á síðunni hans og mynd af honum!
Annars var ég að setja vorþema á síðuna mína - svona orange!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 31. mars 2008
Sá vægir er vitið hefur meira ..
Ef börnin mín yrðu spurð hver hefði oftast sagt þetta við þau myndu þau ekki vera í vafa.. og þau myndu ranghvolfa augunum og segja ,,mamma" í armæðutóni. Ég notaði þetta iðulega þegar þau voru að rífast.
Þetta hefur verið mín lífsspeki lengi, en stundum efast ég... Þetta er svona svipað og með það að rétta alltaf fram hina kinnina. Stundum er þreytandi að vera alltaf sá aðili sem þarf alltaf að vera vitrari og gefa eftir ef einhver ætlar að vaða yfir mann á skítugum skónum, eða þannig ...
Hvað finnst þér ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)