Úti er alltaf að snjóa ... ekki gráta elskan mín, þó þig vanti ...

Ég hef á tilfinningunni að þessi vetur verði endalaus .. kíki daglega inn á heimasíðu dótturinnar sem býr þessa stundina í Texas - á leið að flytja til Flórída -  þar sem hún er að skreppa í blak á ströndinni eða lýsa hitastigi sem er yfirleitt milli 20 og 30 gráður. Annars varð víst uppi fótur og fit hjá Texasbúum í gær því það féllu 3 snjókorn eða kannski rúmlega. Henni fannst uppnám þeirra svolítið fyndið, enda vön íslenskri veðráttu.

Já úti er alltaf að snjóa, mig vantar enn sykur, kaffi og brennivín í mitt líf .. en ætla ekkert að gráta það! Smile ... Hélt ég væri að smitast af flensu húsbóndans í gær, en snéri vörn í sókn og fór í afneitun. Er að vona að hugurinn sé nógu sterkur til að bægja þessum fj... burtu. Og svo auðvitað heilsusamlega lífið. Fæ mér regluleg engifer til forvarna. Hef tröllatrú á því. Bjartsýni lengi lifi! ...

Jæja, mér er ekki til setunnar boðið hér heima, þarf að koma prinsinum (fyrrv.fimmáring) í leikskólann og mér sjálfri auðvitað líka til vinnu. Ákvað að breyta honum í prins þar sem hann er auðvitað ,,le petit prince"Heart okkar hér. Fylgir honum mikil sól og mikið bros.

Heyrðu, by the way ...eigðu dásamlegan dag í snjónum!

 

Litli_prinsinn

Lausleg þýðing:

Maður sér ekki vel

nema með hjartanu.

Hið mikilvæga

er ósýnilegt

með augunum.

Litli prinsinn.


"Stöðumælir" við hvert rúm - það er málið! ...

Paulo Coelho telur þetta vera að meðaltali 11 mínútur! ... frábær bók..

Ellefu mínútur

Ellefu mínútur
Paulo Coelho
Þýð.: Guðbergur Bergsson

Þegar Paulo Coelho var á Ítalíu árið 1999 fékk hann í hendur handrit, ævisögu brasilísku vændiskonunnar Soniu. Frásögnin heillaði Coelho og eftir mikla undirbúningsvinnu varð Ellefu mínútur til. Sagan segir frá Maríu sem fer til Genfar í von um betra líf en endar sem vændiskona. Hún verður heltekin af kynlífi en þegar hún kynnist ungum listamanni fer verulega að reyna á hugmyndir hennar og hún þarf að velja á milli kynlífs, kynlífsins vegna, og þess að finna ljósið innra með sjálfri sér og njóta þess sem ástin býður upp á. Hér glímir höfundur við ýmsar ögrandi spurningar og hefur bókin verið þýdd á um 40 tungumál.

 


mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn með þurrkararaunir

Á heimasíðu Eirvíkur stendur þetta um Miele tækin:

Miele hefur framleitt heimilistæki frá 1899 og hefur því víðtæka reynslu af því að láta þér líða vel á heimilinu. Miele er þýsk gæðavara með yfirburða endingu sem gerir þau að allra hagkvæmustu heimilistækjunum á markaðnum í dag. 

Ég er búin að eiga ,,fína" dýra Miele þurrkarann minn í tvö ár - og hann er hættur að þurrka.  Það er nú engin ,,yfirburða ending" !!! Búið að hreinsa allar síur, sigti o.s.frv...   Hafði samband til að fá viðgerðarmann og fékk að vita, svona til að byrja með að það kostar 10.000.- krónur (aðeins)... að fá hann á svæðið.  Var beðin um að senda gsm númer svo viðgerðarmaður gæti hringt í mig - gerði það 29. febrúrar. Er mjög þolinmóð, svona stundum, og viðgerðarmaður er ekki búinn að hringja ennþá 6. mars. Ég ætla að vísu að forvitnast um hann á eftir. 

Best að hafa þetta í beinni og sjá hvað gerist... hringi eftir 10:00 þegar þau eru vöknuð! grrr...Pinch


Langir dagar á leikskóla og langur vinnutími foreldra ömurleg þróun ...

Leikskólar eru yfirleitt nauðsynlegir, frábærir og þroskandi fyrir börnin okkar. En mér þykir bara sú þróun að börn þurfi frá unga aldri, stundum uppúr eins árs að vera á leikskólum allan daginn = 1/3 hluta sólarhrings mjög, mjög röng! ...

Mér finnst þröngsýni að álíta það að ef þessu er breytt sé það "fórn konunnar" að koma inn á heimilið aftur (til að vera með börnum sínum ???) .. Það þarf að hugsa út fyrir gamla rammann. Kannski má bara skipta þessari "fórn" milli foreldra. Hvað myndu tvær konur eða tveir karlar í sambúð með börn gera ? 

Einstæða foreldra yrði að styrkja til að vinna skemmri vinnudag. Mér finnst að við ættum að setja það á oddinn í fjölskyldustefnu að ekkert barn þyrfti að vera nema hámark sex tíma á leikskóla á dag...  alltaf komum við aftur að upphafinu - eftir höfðinu dansa limirnir.. það vantar fjölskylduvænan hugsunarhátt og fjölskylduvæn stjórnvöld.. og auðvitað þarf hver og ein/n að taka til í sínum ranni og líta í eigin barm..

Hef talað í bili -

 

 


mbl.is „Konurnar heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jack Nicholson styður Hillary Clinton á þennan skemmtilega hátt !

Skemmtilegt videó hér þar sem Jack Nicholson styður sína konu. Það er líka fyrir neðan .. hef aldrei sett svona inn áður svo prófa báðar aðferðir!

Enjoy!

Síðan bjuggu stuðningsmenn Obama til þetta:

 


mbl.is Clinton hvergi af baki dottin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fann þetta fallega vetrarljóð ....sem segir allt sem segja þarf..


"Vetur" 
ljóð eftir Abigail Elizabeth McIntyre



 

heitipottur_5


' SHIT, It's Cold ! '

The End


mbl.is Varað við stórhríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul heldur......

Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul heldur verðum við gömul ef við hættum að leika okkur...

(stælt)

Afmæli_29.febrúar_Jónas 027

... Álfaleikur í afmælisboði ... Tounge

Afmæli_29.febrúar_Jónas 025Afmæli_29.febrúar_Jónas 029

Tveir fallegir .......... og sá fallegasti ! LoLHeart

Afmæli_29.febrúar_Jónas 023 

Hef alltaf burstað vel ... LoL .. gleymdist að fótósjoppa á mér eyrun svo ekki sæist hvað þau væru útstæð ...

 


21. dagur heilbrigðs lífernis ... og sakna kaffisins mest !

Nú eru komnar þrjár vikur af sjálfskipuðu meinlætalífi mínu. Sleppi sykri; nammi, kökum, ís o.s.frv.. sleppi öllu sem inniheldur alkóhól og svo bætti ég kaffi við í upphafi viku þrjú!

Það er erfiðast að vera kaffilaus... fékk hausverk til að byrja með, svo dreymir mig kaffi, hugsa um það í ræktinni og brýst út í köldum svita...þetta hlýtur að vera dóp ??????.... 

kaffi


Hættan er ljós ..... ekki bara af ljósum

Unglingar (og fullorðnir) reykja - en vita nú samt um hættuna.

Margir borða mjög mikla fitu - en vita samt um hættuna.

Margir innbyrða of mikið áfengi - en vita samt um hættuna..

Sumir kalla ljósaböðin .. TANOREXÍU .. sumum finnst þeir aldrei nógu brúnir..

Það má eflaust telja margt, margt, margt annað upp..


mbl.is „Hættan er ljós"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KALDALJÓS ... og heit tár...

Var að klára að horfa á Kaldaljós, að vísu í annað sinn, því ég sá hana í bíó á sínum tíma. Ég þurfti að þurrka tárin af hálsinum á mér eftir myndina ... svo langt náður þau að renna.. Frown Kissing .. úfff... vælukjóa

Falleg saga og vel gerð mynd. Vissulega þung, en samt náði ég að halda mér vakandi sem er ákveðinn gæðastimpill í mínu tilviki!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband