Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Borgarafundur í beinni, gott mál hjá RÚV
Nú er að hefjast Borgarafundur í beinni. Nú er komið nóg segir fundarstjóri. Af hverju gerðist þetta allt? Menn segjast vera voða opnir og séu alltaf að upplýsa, en hann segist ekkert skilja.
Ég er sammála því, ekki er ég að skilja. "Það má ekki hækka laun, því þá fer allt til andskotans, en það má hækka laun þingmanna." ..
Fullt Háskólabíó. Það sem skiptir máli á þessum tímum er að vera ærlegur og heiðarlegur, segir fundarstjóri og þá er mikið klappað. Well, held þessari beinu lýsingu hér áfram eins og leyfist. Gjörið svo vel að taka þátt í athugasemdum.
Fyrsti frummælandi er Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Af hverju er ekki hlustað á meirihluta, er það vegna þess að meirihlutinn hefur ekkert vit á málunum ?
Ég hef oft hugleitt eftirfarandi:
,,Það er meirihluti Íslendinga á móti kvótakerfinu, en samt er það við lýði." ..
,,Meirihluti Íslendinga vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, samt er verið að ræða að flytja hann."
.. Það eru fleiri pólitískar hugleiðingar á þennan veg, sem ég man nú ekki alveg eftir í augnablikinu, en er ekkert vit í því að fylgja meirihluta ?
Það skrítnasta í þessu er eflaust að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi núverandi kvótakerfi, en samt kjósa langflestir (ennþá) Sjálfstæðisflokk, kannski vegna þess að fólki finnst vægi kvótakerfisins ekki mikið? Það er þó það sem er búið að drepa niður byggð úti á landi og auka mismunun á velferð og (veraldlegum) lífsgæðum margra Íslendinga.
Ég er enginn sérfræðingur í þessu, en ég held það þurfi heldur ekki sérfræðing til að sjá þetta.
Hvað verður næst. Vatnskvóti ???... Verður einhverjum "vel ættuðum" fjölskyldum útveguð sú náttúruauðlind ? Vatnið er alveg örugglega ein verðmætasta auðlind heims, því án vatns getum við ekki lifað.
Hvaða flokk á að kjósa, hvaða flokki treystum við til að hlusta á raddir fólksins? ... þarf nýjan flokk - eða dugar einhver af þeim sem fram eru komnir ?
Elskulega fólk, hættið a.m.k. að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef þið eruð ósammála hans stefnumálum!!!!...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Æi, hættið nú að flokka þetta og hafið bara frítt í strætó fyrir alla!
Ég var að hugsa um það í morgun (það er fyrsta skrefið) að gerast umhverfisvæn og taka strætó í vinnuna. Fór inn á bus.is og sá að leið 19 gengur í mínu hverfi og var mjög ,,impóneruð" að geta slegið inn mínu heimilisfangi og vinnunnar og fengið leiðbeiningar um tíma og leiðir. Kannski fer ég bara að taka strætó reglulega, a.m.k. þegar veður er gott.
Ekki það að ég hafi ekki efni á að taka strætó, því auðvitað spara ég bensín ef ég geri það, en mér fyndist það bara svo frábært framtak að hafa strætó gjaldfrjálsan, eða í raun greiddan úr sameiginlegum sjóði okkar, því það hlyti að minnka mengun frá einkabifreiðum og hvetja fleiri til að stökkva uppí strætó. ALLIR Í STRÆTÓ! .. ..
P.S. eitthvað hlýtur þetta kortakerfi og utanumhald við það að kosta, svo það má líka spara þar á móti! Og svo eru þetta réttu mótmælin við olíufélögin, s.s. að kaupa minna bensín.
Frítt í strætó fyrir leikskólabörn og starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 12. október 2006
Jóga í framboði... ???
Hvernig er þetta eiginlega - nú eru allir að geysast í framboð. Ætti mar að fara í framboð. Er ekki búin að gera upp við mig hvaða framboð mig langar mest í. Sko - gæti ég boðið mig fram sem biskup ? .. forseti.. ? á framboðslista einhvers flokks?
..Hvers vegna að ráðast á garðinn sem hann er lægstur ? Held ég sé veikust fyrir forsetaembættinu. Eiginlega langar mig meira að vera Bandaríkjaforseti, ýta Busch út í "bushkann." Það er nú samt eiginlega ekki hægt þar sem ég er ekki bandarískur ríkisborgari, sko eina ástæðan! Pæli betur í Bessastöðum seinna. "Minn tími mun koma" .. eins og nafna mín sagði (að vísu kom hann aldrei, en það er annað mál). !
Þvílíkt bull í þessu bloggi, þessi dagur hefur augljóslega tekið sinn toll af skýrleika hjá mér. Ætla að demba mér í að elda sætar og ósætar kartöflur handa ungunum mínum (sem nýlega urðu tvítug) og eru að koma hress úr ræktinni.
Fimmtudagur, 12. október 2006
Helvítis strákdjöflar....
Tók upp blöðin í morgun og í einu þeirra, veit ekkert hvort það var Blaðið eða Fréttablaðið, var frétt um stelpu, tæplega tvítuga sem var nauðgað, dregin inn í húsasund í miðbænum, annar maðurinn hélt henni og hinn nauðgaði henni. Ógeð-, ógeð-, ógeðslega verð ég reið!!!! Þetta var í miðbænum og enginn varð var við neitt fyrr en hún fannst ringluð og í sjokki á gangi og vegfarendur komu henni til hjálpar. Þetta og annað í þessum dúr sem við fáum fréttir af er bara toppurinn af ísjakanum. Ég hef talað við og heyrt af mörgum stelpum sem aldrei láta vita, tilkynna ekkert því þær treysta sér ekki til þess.
Ojbara, ojbara.. hvað eigum við að gera ?
Stelpur/konur þurfa augljóslega nr. eitt ALDREI að ganga einar heim eftir böll. Það þarf að lögleiða Maze sprey sem þær geta sprautað á árásarmenn. Einnig væri hægt að vera með einhvers konar tæki sem gæfi hávaða frá sér.
Afbrotamenn þarf að taka og setja niðrá torg í gapastokk og við köstum í þá tómötum og eggjum !! helvískir .. mér leiðist og vil ekki að blóta, en verð að gera það í svona tilfellum.
Laugardagur, 19. ágúst 2006
Af hverju kona ? ..Af hverju Siv ?
Ég rekst svo oft á þessa setningu "kjósa besta einstaklinginn - ekki kjósa bara af því það er kona eða bara af því það er karl" ... Þetta er ekki svona einfalt.
Við erum að ræða um það þegar báðir einstaklingar eru hæfir - annað er karl og hitt kona.
Það vill nú bara þannig til, að hvort sem það er vegna gena eða félagsmótunar þá eru karlar og konur yfirleitt ekki eins. Þar af leiðandi eru þau með mismunandi stjórnunaraðferðir og áherslur í stjórnun.
95% af þeim sem eru í fangelsi eru karlmenn 5% kvenmenn - það er skýrasta dæmið um þennan mismun á atferli kynjanna.
Þess vegna tel ég góðan kost að hleypa konum að, og í öllum tilfellum þar sem eru tveir stjórnendur tel ég best að hafa tvo einstaklinga af sitthvoru kyninu. Þar sem eru tveir prestar starfandi í kirkju að þar séu bæði karl-og kvenprestur. "Ballansinn" á karlastjórn er of þungur þegar meirihluti stjórnenda eru karlmenn.
Í tilfelli Framsóknarflokksins er þetta svo grátlega skýrt. Mér finnst Siv hafa það með sér að hún er kona, ung á mælikvarða stjórnmálamanna og fyrirmynd fyrir hreysti og heilbrigði sem ekki skiptir litlu máli þegar haft er í huga að hraust sál býr í hraustum líkama.
Það er sama við hvern ég hef rætt í dag, allir eru sammála um að Framsóknarflokkurinn hafi gert stórkostleg mistök með þessu vali sínu.
Í staðinn fyrir að fara marga reiti áfram í Lúdóinu með því að kjósa Siv lenda þeir á byrjunarreit með kosningu Jóns. Siv segist ætla að starfa á fullu fyrir flokkinn - áfram. Því miður Siv - þjóðin vildi sjá í hvað þér bjó í forystuhlutverki fyrir Framsókn. Við erum í fýlu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. ágúst 2006
Framsókn gloprar niður tækifæri til framsóknar...
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1219005
Að mínu mati er Framsókn búin að missa tækifærið til að lífga við flokkinn sem var í andaslitrunum.
Skoðanir á visir.is:
19. Ágúst 2006 kl. 11:39
gudni1972@visir.is
Allir jafn leiðinlegir
Það hljóta allir að vera jafn leiðinlegir og Jón og Halldór sem eru skráðir í framsóknar flokkinn fyrst þeir kjósa annan leiðinlegan mann í staðinn fyrir Halldór Ásgríms.Ég held að vinsældir framsóknarflokksins hljóti að halda áfram að dvína. Ég segji bara verði ykkur að góðu leiðinda púkarnir ykkar
19. Ágúst 2006 kl. 11:58
havel@visir.is
Framsóknarmenn! Til hamingju
Framsóknarmenn! Til hamingju!
Þið fáið það sem þið eigið skilið.
Geðstirðan kerfiskall sem formann.
19. Ágúst 2006 kl. 11:59
jogaoghemmi@visir.is
Sammála síðasta ræðumanni..
Framsókn missti af tækifærinu til að framsóknar. Einnig hefði það verið jákvætt skref í jafnréttisbaráttunni að fá "skokkandi" Siv sem formann, konu sem sýnir fordæmi í lífsstíl. Hún hefði halað inn fleiri nýja kjósendur, Jón er ekki spennandi beita.
19. Ágúst 2006 kl. 13:09
hk6303@visir.is
Broddgölturinn sigraði litla íkornann
Ekki verður á framsóknarmenn logið, alltaf velja þeir ranga leið. Þótt Siv sé kannski ekki skörungur er hún alúðleg að sjá og nokkuð snotur, reyndar er það eftir smekk.
Verði framsóknarmönnum að góðu, nú vitum við sem erum andstæðingar þeirra að ekki er að búast við mikilli "framsóknarsókn" á næstunni, það er vel. Verði þeim allt að falli. "Fátt, ef nokkuð, er verra en framsókn" á landi hér.
19. Ágúst 2006 kl. 13:50
bjartmarb@visir.is
(Enginn titill)
er og verður gamla framsókn, eins og gamall og endurvakinn draugur, bara í nýjum búning.
19. Ágúst 2006 kl. 14:07
ponni
Leiðinlega framsókn
nú fara þeir til fjandans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. ágúst 2006
"Kongekabale" og Siv Friðleifsdóttir
Horfði á ágæta danska mynd í gærkvöldi: ,,Kongekabale." Vel gerð og heldur manni í spennu allan tímann. Pólitískt plot og pot, siðferðislegar spurningar o.fl. Ætla ekki að skrifa greinargerð um myndina hér en það sem vakti athygli mína var þessi kóngakapall - hræðsla sumra karlanna við að fá konuna við stjórnvölinn. http://www.imdb.com/find?s=all&q=kongekabalen
Þessa mynd horfði ég á sama dag og Siv Friðleifsdóttir er að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Mér finnst Siv flott og stend með henni, hún er góð fyrirmynd fyrir heilbrigðan líffstíl sem ég kann að meta. Er sjálf óflokksbundin og heillast af fólki en ekki flokkum. Ég vona að Siv verði kosin formaður Framsóknar. Það veitir heldur ekki af fleirri drottningum í kongekabalen.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)