Færsluflokkur: Íþróttir

Íþróttablogg nr. II ... Áfram Ítalía ...

Í fyrradag sagði ég frá því að ég hefði tekið þátt í rauðvínsflöskupotti. Þ.e.a.s. ég lagði undir tvær flöskur, eina fyrir það að Þýskaland ynni EM og eina fyrir Sviss...

EN þá varð ég um leið fórnarlamb þess sem kallað er "practical joke" þar sem Sviss var víst úr leik áður en ég veðjaði á það! LoL

Svona er hægt að fara illa með konur sem ekki fylgjast með fótbolta.Blush

Mér var síðan tilkynnt þetta hávirðuglega í gær við eldhúsborðið á kaffistofunni. Þetta er nú svo mikið yndislegt fólk sem ég vinn með og ég er víst búin að grínast ekki minna í þeim, þannig að mér fannst þetta bara fyndið, örlítið neyðó, en bara pinku, pinku. Myndi skammast mín svo miklu meira fyrir að vita ekki eitthvað annað en um fótbolta!!!..

Ég fékk að skipta Sviss út fyrir Ítali og held ég að það sé ekki slæmur kostur. So: Áfram Ítalir!!!...

p.s. " .. ég á ég eftir að launa forsprakkanum lambið gráa ..Tounge


mbl.is Holland vann Frakkland, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta íþróttabloggið..

Í dag tók ég þátt í einhvers konar getraunapotti. Lagði tvær rauðvínsflöskur undir að annað hvort Þýskaland eða Sviss ynnu, að ég held, EM í knattspyrnu! Tounge .. vissi ekkert hvaða mót þetta var þegar ég var að giska. Nú fer ég kannski að fylgjast með boltanum!

 


mbl.is Króatía vann Þýskaland, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband