Færsluflokkur: Kvikmyndir

BITTER MOON ...... í kvöld

Ég er meðlimur í kvikmyndaklúbb sem skoðar m.a. trúar- og siðferðisstef í kvikmyndum. Nú er komið að mér að sýna mynd í kvöld og valdi ég myndina Bitter Moon til sýningar.

 

Leikstjóri hennar er Roman Polanski hvorki meira né minna, myndin er frá 1992. Aðalleikarar eru Peter Coyote, Emmanuelle Seigner, Hugh Grant og Kristin Scott Thomas.

Þetta er áleitin mynd, svört kómedía, pervertísk svolítið líka svo ekki sé meira sagt. Þetta er m.a. saga ungrar konu sem tapar sakleysi fyrir veraldarvönum en misheppnuðum rithöfundi sem heitir Oscar. Samband þeirra verður sadómasókískt, hefst á toppnum og endar á botninum ef segja má svo. Saga um  breyskt mannlegt eðli, ást, grimmd og girnd. Saga þessa pars fléttast svo saman við sögu annars pars sem Oscar nýtur þess að leika sér að og nær í raun að spilla þeim líka. Áhorfandinn hneykslast með Nigel, persónu Hugh Grants, þegar Oscar segir honum sögu sína... Well þetta er svona upplifun mín sko sem áhorfanda! Cool

Bæti við þetta eftir sýninguna í kvöld, væri gaman að vita hvort einhver væri búin að sjá myndina og hvað þeim fannst.


Scoop - Woody Allen

Þrír meðlimir úr kvikmyndaklúbbnum fóru á mynd Woody Allen´s, " Scoop" í gærkvöldi.

Sögusviðið er Lundúnaborg og nágrenni. Í upphafi myndarinnar er sýnt frá jarðaför annálaðs blaðamanns, Joe Strombel (Ian McShane) og síðan yfir á pöbbinn þar sem vinir hans eru að skála fyrir honum og þeir lyfta glösum  og segja svo “wherever you are”.. Þá skiptir senan yfir á skip sem er að sigla yfir fljótið (Styx)  milli lífs og dauða þar sem Maðurinn með ljáinn stendur í stafni (sama minni og er á tarotspilinu “Death”) Þar er hinn látni staddur  ásamt fleiri látnum einstalingum og hittir fyrir konu sem hafði verið byrlað eitur. Hún hafði verið ritari aristokratans Peters Lymans sem er leikinn af hinum gullfallega Hugh Jackman og komist að ýmsu um hann, og tengslum hans við the Tarot murderer!  Vofa Strombels  birtist síðan hinni bandarísku Sondru Pronsky, (Scarlett Johansson) sem er að læra fjölmiðlafræði – Þegar hún fer á sýningu hjá hinum kúnstuga töframanni  Splendini sem leikinn er af Woody Allen sjálfum! Pronsky er tekin upp á svið og látin fara inn í töfrakassa, en þar hittir hún óvænt fyrir vofu blaðamannsins sem þarf að koma skilaboðum á framfæri um “The Tarot Killer” .. o.fl.  Líf Splendini og Pronsky fléttast svo saman á húmorískan máta þar sem þau þykjast vera faðir og dóttir og vinna saman að uppljóstrun á morðmáli.  Ég ætla ekki að fara lengra inn í söguþráðinn en myndin er skemmtileg blanda spennu og frábærum húmor. Vönduð í alla staði – og þó ég hafi lítið vit á kvikmyndatöku og lýsingu þá hafði ég þá tilfinningu að þessi mynd væri mjög vönduð hvað það varðar. Margar fallegar og myndrænar senur og fallegt umhverfi.

Allen notar klassíska tónlist (ballettónlist)  undir myndina. Tónlist úr Svanavatninu, Hnotubrjótnum, Peer Gynt og fl. og fannst mér tónlistin  ýta undir húmorinn.

Viljandi held ég að Allen geri allar persónur ýktar og kliskjukenndar, en það er partur af húmornum.

Við vorum sammála um að myndin væri góð skemmtun. Held að við höfum hlegið manna og kvenna hæst í bíó, en að vísu voru bíógestir ekki margir. Hef oftast “fílað” húmor Woody Allen mjög vel, fyrir utan þegar hann missir sig í röflinu. Sjálf var ég spennt að vita hversu stóru hlutverki tarotspilin gegndu  í myndinni þar sem ég hef mikið skoðað táknmál þeirra. Það var ekki verið að pæla í táknmálinu í myndinni.  Tarot morðinginn skildi s.s. eftir sig Tarot spil hjá líkunum. Einu spilin sem minnst var á voru  “Death” (sem  birtist í frétt um “The Tarot killer” )  og síðan  “The Hanged Man”  sem sagt var frá að fundist hefði við hliðina á líki.  Ekki frá því, þegar ég hugsa nánar, að "The Fool" hafi brugðið fyrir líka.  Stokkurinn var, að mér sýndist í "Angel Tarot" ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband