Færsluflokkur: Fjármál

Jæja .. spara og spara og svo bilar bíllinn :(

Ég er búin að vera að setja upp þvílíkt sparnaðarplan, banna Tryggva að kaupa parmaskinku, camembert og annan lúxus, því nú skuli tekinn upp sparnaður í heimilishaldi. Er komin með allt bókhaldið í Excel ...  en svo....fór ég með Honduna mína (árgerð 2005 og ekinn rúml. 30 þús km) í skoðun því ég heyrði eitthvað óeðlilegt hljóð.

Þeir voru að hringja frá verkstæðinu og segja að það þurfi að skipta um legur í gírkassa. Áætlaður kostnaður viðgerðar 158.000.- krónur !!!! My God hvað má kaupa mörg parmaskinkubréf fyrir það???  eða kjúklingabringur m/40% afslætti ?? ...  en það er að vísu ekki öll nótt úti, því á morgun ætla ég að tala við einhvern sem "ræður" því það er kannski ekki alveg normal hvað þetta skemmist fljótt og bíllinn svona lítið keyrður?

Kemur í ljós... Smile  verð með "follow up" ..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband