Bloggsápa.. áframhald...

Var næstum búin að gleyma sápunni minni, en var minnt á hana í morgun svo ég ákvað að láta Harald, hetjuna mína, ekki bíða lengur á flugstöðinn í Reykjavíkurflugvelli. Ef ég gleymdi honum þar væri kannski óvart búið að færa flugvöllinn þegar framhaldið birtist og þá væri Haraldur í slæmum málum. ....

...Á meðan Haraldur horfði út um gluggann í flugtakinu hugsaði hann til síðustu endurfunda með Lovísu, og flugtakið minnti hann á þá unaðslegu stund. Hann hafði aldrei fyrr verið með svona heitri og fjörugri konu og hann þráði enn á ný að komast í fang hennar og finna ástríðuhitann.  Á flugvellinum áðan hafði hann rekið augun í (h)exið, eða sína fyrrverandi eiginkonu sem honum tókst með snarræði að sneiða hjá með því að fela sig mátulega lengi upp við happdrættissjálfssalann, en um leið græddi hann 1000 krónur í happaþrennu. Það var þá eitthvað uppí það sem hún hafði haft af honum í búskiptunum!  Haraldur lét fortíð lönd og leið og horfði fram á við. Hann leit á flugfreyjuna en tók eftir að hún var í rauðum blúndubrjóstahaldara innanundir hvítri blússunni. Hvað táknaði þetta ? Var hún að gera þetta til að fá athygli hans eða einhvers annars ? Húð hennar var sólbrún og hann grunaði að hún væri nýkomin úr stoppi í Flórída. Hann grunaði að hún hefði sleppt Mollinu og haldið sig við laugina. Öðruvísi gæti hún ekki verið svona brennd. En hvað var hann að rugla. Flugfreyjurnar í innanlandsfluginu voru auðvitað ekki líka í Ameríkufluginu. Hann ákvað að spyrja hana mjög kurteislega hvar hún hefði fengið "tannið" .. Hún svaraði elskulega að hún væri nýkomin frá Barbados eyjum úr megasólskini þar sem hún hefði keppt í Miss Nivea tan keppninni og hún blikkaði hann um leið. Hugur Haraldar var kominn langt frá Lovísu og sá nú allt í einu leiftra upp mynd af honum og fröken Bikini undir sólhlíf í sandi með Pina Colada á bakka. Myndin var fljót að deyja út þegar flugstjórinn tilkynnti að nú ætti að lenda fljótlega, enda flugið örstutt. Vestmannaeyjar biðu Haraldar óþreyjufullar, eða kannski beið Haraldur þess frekar óþreyjufullur að komast þangað! Lovísa vissi auðvitað ekki að hann væri væntanlegur og hvað þá Árni Johnsen !! .. Vélin fór allt í einu að hristast og Haraldur fór að hugsa hvað myndi standa í minningargreinunum um hann. Hversu margir myndu skrifa ? Vonandi myndi enginn skrifa væmið bréf til hans..  Þegar hann var um það bil að fara að biðja bænir hætti vélin að hristast.. og það var fyrst þá sem hann sá að flugfreyjan í rauða blúndubrjóstahaldaranum var með höndina á öxl hans.. Hræðsla hans hafði augljóslega skinið frá honum, en það var ekki vont að finna rauðlakkaðar neglur stingast inn í holdið. Hún brosti brosi sem var í stíl við naglalakkið og brjóstahaldarann... Flugvélin var um það bil að lenda þegar....

Frh. í næsta bloggi: Hvað segir Lovísa við hinni óvæntu heimsókn ? Munu kynni Haraldar við flugfreyjuna verða nánari. Nær Haraldur fundi Árna ? Notaði flugfreyjan Dior eða Maybelline ? ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband