Nostalgía - hvað er hverfandi ?

 

* Óvæntar heimsóknir!  Nú heimsækir enginn neinn nema hringja á undan, jú einstaka sálir ÞORA enn að koma óvænt í heimsókn, en erfitt að vita móttökurnar. Sjónvarpslausu fimmtudagarnir voru frábærir til heimsókna!

*Útileikir: Saltað-brauð, brennó, kíló, fallin-spýta , einn, tveir, þrír, fjórir, fimm.., parís, sippó, snú-snú..

*Kaupmaðurinn á horninu.. enn lifir Kjötborgin Ásvallagötu og má ekki deyja, verðum að berjast fyrir þessu eins og síðasta Geirfuglinum á sínum tíma..

 *Gamlar konur á peysufötum á götum úti .. hmm.. það er löngu horfið eiginlega. Nú sér maður aðallega íslenska búninginn við útskriftir o.fl. hátíðleg tækifæri..

* Beisli og bönd: Börn voru sett í beisli og látin ganga á undan og haldið var í endann. Sumir bundu líka börnin sín útí garði svo þau færu ekki á flakk.

* Skrúbbar og gólftuskur: Nú moppa allir! Einstaka skrúbb og gólftusku er að finna í sumarbústuðum sem eru til leigu uppí sveit.

* Skífusímar: Vinur sonar míns kom heim (fyrir 10 árum síðan) og vildi fá að hringja - hann spurði: hvernig gerir maður ?

* Videóspólur: Nú er notað DVD!

*Þvottapokar: Nú eru blaut-tissjú að taka yfir. Bæði til að hreinsa barnarassa og andlit. Að vísu sitthvor tegundin.

*Eftirmatur: Ávaxtagrautur, kakósúpa, sagó-og hrísgrjónagrautur, vanillu-og súkkulaðibúðingur.. allt tilheyrði þetta "eftirmat" í mínu ungdæmi.

*Saumaskapur í saumaklúbbum: Konurnar prjónuðu og saumuðu í saumaklúbbnum hjá mömmu, í mínum saumaklúbb er bara TALAÐ og BORÐAÐ...

man ekki eftir fleiru í bili.. en bæti kannski við listann - verið velkomin að minna mig á eitthvað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband