Betri laun fyrir betra starfsfólk ....

Það þarf að fara að greina í sundur hafrana og sauðina í kennarastéttinni. Flest höfum við þurft að þola óhæfa kennara í gegnum ævina og flest höfum við haft frábæra kennara. Kennarastéttin geldur fyrir þá sem ekki standa sig.

Góð laun fyrir góða og metnaðarfullt starfsfólk í skólum og á leikskólum. Ég kem með barnabarnið mitt á leikskólann og á móti kemur breiður faðmur og glaðlegt andlit ! .. Það á að greiða vel fyrir slíkt viðmót því ekki viljum við missa það! Það á að greiða fyrir vel unnin störf.  Fýlupúkar og letihaugar mega vera heima eða vinna annars staðar.

 


mbl.is Kennarasambandið lýsir áhyggjum af ástandi í leik- og grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Sæl!

Mér finnst svo fyndið að heyra talað um sauðina sem ekki vinna vinnuna sína. Ég hef starfað í þremur skólum, tveim úti á landi og einum í Reykjavík á nokkrum árum. Í þessum þremur skólum var ekki einn kennari eða starfsmaður sem ekki vann vinnuna sína. Hvaðan hafið þið það eiginlega að svona margir í kennarastéttinni vinni ekki vinnuna sína? Þeir voru alla vega ekki í þeim skólum sem ég hef komið að.

Hitt er það að slóðar finnast í öllum stéttum sama hvort það er læknir, ræstitæknir,  þjónn eða nemi og auðvitað leynast þeir í kennarastéttinni líka......

Þú segir: kennarastéttin geldur fyrir þá sem ekki standa sig!!! hvað með slóðana í hinum stéttunum, erum við svo græn að halda það, að það séu virkilega slóðarnir sem haldi niðri kennaralaunum.

......Come on!!!

Janus, 10.9.2007 kl. 20:51

2 identicon

talandi um.... vantar ykkur ekki mig aftur? :)

(er að flytja aftur heim í október - smá steik)

maja (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband