Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Brosað í gegnum tárin ...
Fæðingardeildin ... niðdimm nótt í september 1986..
Á fæðingardeildinni ruddist hún fram fyrir bróður sinn, ... vildi koma út á undan og hefur alla tíð síðan verið frekari. Hvorugu þeirra tókst þó að fara út um ,,aðaldyrnar" svo gripið var á það ráð að opna ,,neyðarútgang" ..þaðan var henni lyft upp og tilkynnt gleðirómi: ,,það er komin stúlka" .. (örlítið beygluð eftir hamaganginn við aðaldyrnar).. nokkrum sekúndum síðar var tilkynnt með sama gleðirómi; ,,...og strákur" .. önnur af hamingjusömustu stundum í lífi móðurinnar var runnin upp, börnin bæði komin í heiminn (Eva mín þú varst nr. 1 hehe..) Þegar mamman spurði svo veikum rómi hvort það væri í lagi með börnin tvö og fékk svarið að allt væri í fína lagi, sagði hún ,,ég er svo hamingusöm" og grét gleðitárum og smitaði svo út frá sér að læknar og hjúkrunarlið var farið að gráta líka. Mikið hafði gengið á, margir tilkallaðir og tvísýnt hafði verið um strákinn vegna óreglu á hjartslætti. Allt fór vel... mamman getur aldrei þakkað það nógsamlega.
Á slysó...
Fróðleiksfús og athafnasöm stelpa...Hún datt á andlitið svo brosið varð svolítið fyndið..- en einlægt, svo tábrotnaði hún þegar hún var að prófa lóðin hans pabba síns.. úps! .. Svo fóru framtönnin endanlega í sundlauginni á Akureyri, fóturinn tognaði í skíðabrekkunni og þar urðu líka innvortis meiðsli, svo hoppað var um í gifsi. Hún varð að prófa að hoppa í tröppunum hjá ömmu svo það þurfti fjórar manneskjur til að halda litla krílinu niðri meðan verið var að sauma hnakkann...Alltaf stóð hún upp brosandi og hélt dugleg áfram.. krökkunum í skólanum fannst hækjurnar flottar....gleraugun spennandi...kvöl og pína hjá tannlæknum, kjálkasérfræðingur, rótarsérfræðingur, tannréttingalæknir, sjúkraþjálfari... frumlegasta óhappið varð þegar skúringamoppan festist upp á þumalfingrinum!.. Ein afmælisveislan var fjörug og endaði á slysó með miklum saumaskap - læknirinn sem saumaði litla stelpu róaði hana með því að hann myndi sauma þetta vel og sagði orðrétt ,,þú getur alveg orðið fegurðardrotting" hehe..
Á Broadway..
Svo var það á Broadway í maí sl. að ,,litli óþekki hrakfallabálkurinn" minn var kjörin ungfrú Ísland. Allir minir fordómar gagnvart fegurðarsamkeppnum voru roknir út í hafsauga.. ..Sá líka þessa miklu vinnu á bak við þetta allt. Það var ekki nóg að vera sæt til að vinna í fegurðarsamkeppni. Það þarf dugnað og elju og það þarf að vera heilmikill .. "nagli" ...
Keppnir eru haldnar í alls konar fegurð .. fegurð laga, fegurð listaverka ..óbeislaðri fegurð .. líkami og sál eru ekki aðskilin og ég held að vond manneskja gæti ekki unnið fegurðarsamkeppni í ,,ytri" fegurð .. enda laðast að ungfrúnni bæði dýr og börn sem ég held að pæli ekki mikið í því hvernig manneskjan lítur út.. (nema einstaka litlir strákar hehe)..
Haldið út í heim að keppa í ,,Ungfrú Heimur" 1. des nk.
Í morgun keyrði stóra systir litlu systur til Keflavíkur. "Ungfrúin góða" hefur nú lagt upp í langferð; Keflavík - London - Hong Kong - Sanya... úff... og ég vona að Vala mín muni að syngja lagið innra með sér sem hún söng með krökkunum í sunnudagaskólanum;
,,Englar Guðs þeir vaka yfir mér, alla daga og nætur og hvert sem ég fer"..
Mamma situr heima og brosir í gegnum tárin .. og treystir því að ferðalagið gangi nú vel ..
Athugasemdir
Til hamingju með dóttluna og mínar bestu samúðaróskir. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu hvað það er erfitt þegar fuglarnir fljúga úr hreiðrinu. Það tók mig tvö ár bara að sættast við að einhver nefndi það að mín væri farin að heiman. Sagði nú ekki mikið en fólk fékk illt auga. Maður verður alla vega látast sleppa af þeim hendinni. Og þín er að fara til útlanda!
krossgata, 1.11.2007 kl. 11:14
Takk kæra krossgata - alltaf gaman og gagnlegt að fá athugasemdir frá þér .. helst vildi maður hafa þau undir væng og pökkuð inn í bómull .. en þau verða víst að fá að læra á lífið eins og við!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 11:50
Blessuð og sæl Jóga mín - ég fékk líka tár í augun þegar við knúsuðum snúlluna góðrar ferðar. Hún var skellihlægjandi, á fullu að skipuleggja ferðina. Þetta er allt of langur tími svona langt í burtu. Mér finnst gott að vita að þú ferð fljótlega til hennar - hana hlakkar örugglega mjög til að fá mömmuna sína til sín. Hún stendur sig vel, stelpan - enda alveg eðaleintak þarna á ferðinni. Ég er fullviss um að henni gangi allt í haginn úti. Við fjölskyldan fylgjumst með henni.
Hafdís Odda (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:25
Takk Odda, var að tala við Völu rétt í þessu og er hún núna að bíða á flugvellinum í London. Spennan að komast með allan þennan farangur alla leið. Er meira að segja með grjót frá Íslandi! - Hún er nú líka heppin að eiga þessa yndislegu og traustu vinkonu, sem Inga er, til að styðja sig við og hennar góðu fjölskyldu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 14:29
Ég fékk tár í augun við að lesa þetta....vonandi gengur henni ótrúlega vel og þú mátt sannarlega vera stoltasta mamma í heimi ! Hún dóttir þín er líka svo heppin að eiga svona góða að sem styðja hana.....það hlýtur að flytja mann alveg hálfa leið....!
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 15:57
Algjörlgega frábært að lesa þetta. Fallega sagt frá. Og góðar óskir til dóttur þinnar Jóhanna mín. Og auðvitað vaka englarnir yfir henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:37
Sunna: Takk, takk.. gaman að standa með börnunum þegar þau ákveða eitthvað og eru dugleg. Ég fer út 24. nóv. til að fylgjast með og hlakka voða til.
Ásthildur: Þakka líka hlýju orðin þín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.