Lent í Hong Kong...meira ,,Drottningarmóðurblogg"

"Ungfrúin góða" sendi sms kl. 8:01:50 ,,Var að lenda Grin" .. hugsa sér þessa tækni..sms frá Kína! .. Nú þarf hún að gista í Hong Kong í sólarhring og heldur svo áfram á morgun með Dragon Air til staðar sem heitir Sanya við syðsta odda Kína. Þar er víst veðurlag mjög þægilegt þessa dagana, 20 - 25 gráðu hiti.

Í hönd fara alls konar móttökur og uppákomur. Að minnsta kosti var listinn yfir þau dress sem átti að taka með þokkalega langur. Þær munu síðan gista tvær og tvær í herbergi og það verður nú kannski furðulegt að deila herbergi í mánuð með bláókunnri manneskju.. obb, obb, obb - tvær dívur í sama herbergi W00t hehe..

Hún ætti a.m.k. að hafa ágætis útsýni í Kína. Vinkona mín sem fór þangað og er um 178 cm há sagðist hafa verið höfðinu hærri en flestir, svo hún sá vel yfir mannhafið! Cool ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Flott að fá sms frá Kína...! Gott að allt gengur vel og vonandi fær hún góðan herbergisfélaga !

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jæja, - takk Sunna mín. Var svo að frétta að ungfrúin hefði fengið ágætis móttökur  í H.K. hjá  þarlendu fólki sem góð íslensk kunningjakona þekkir og reddaði. Gott að hafa svona fínt fólk og mikla ,,reddara" í kringum sig  ... Þau ætla að sýna henni ýmislegt markvert í borginni og fara út að borða o.fl. Mikill léttir að þurfa ekki að hugsa um hana eina þarna úti! .. Englar birtast stundum í mannsmynd... takk Helga mín (ef þú lest þetta).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband