Getur þú sett þig í spor náungans ? ... Hver er náungi þinn ?

Þegar fólk er farið að geta sett sig algjörlega í spor annarra hefur það náð miklum þroska. Flest þurfum við að lenda í hlutum til að skilja þá. Ekki er þó hægt að leggja það á nokkra manneskju að lenda í ÖLLU svo hún skilji alla.

Það er misjöfn byrði sem við þurfum að bera og misjafnt hvernig við vinnum úr henni.

Ég er ekki samkynhneigð en skjólstæðingar, meðbræður mínar og systur eru það og hef ég reynt að setja mig í spor samkynhneigðra og hjarta mitt, upplag, menntun, lífsreynsla o.s.frv. segir mér að samþykkja samkynhneigð og samkynhneigða eins og okkur sjálf. Mér finnst það rökréttur kristilegur kærleikur í þokkabót.

Ég hef verið að hugsa til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Reyna að setja mig í þeirra spor.. eða réttara sagt að reyna að skilja.

Yfirleitt er þetta fólk sem hefur verið alið upp frá blautu barnsbeini að ákveðnir hlutir séu svona og hinsegin og kennt að lesa Biblíuna á ákveðinn hátt. Sumt af þessu fólki hefur í hávegum að Guð hvíldist á sjöunda degi og þá hvílist það á sjöunda degi. Sumir hafa menntað sig mjög vel aðrir fordæma menntun..

Flestir bókstafstrúarmenn svokallaðir trúa því einlæglega að þeir séu að gera rétt og meina í rauninni vel. Ég þekki fólk úr öllum geirum, á skalanum frá öfgatrúuðum til vantrúaðra og ,,á vini á báðum stöðum" eins og segir einhvers staðar í vísu! 

Ég held að við þurfum að hafa að leiðarljósi að það er ekki okkar að dæma náungann heldur að virða hann og skoðanir hans NEMA ef skoðanir hans eða gjörðir brjóta á öðrum eða særa. 

Við verðum að setja þetta á vogarskálar réttlætis og manngildis.  Það er enginn sem tekur líf sitt vegna þess að einhver samkynhneigður er t.d. að gifta sig er það ? Ætlar einhver að ganga fyrir björg fái samkynhneigðir þann rétt að gifta sig jafngildri vígslu gagnkynhneigðra ?  Það eru mýmörg dæmi til þess að samkynhneigðir taki líf sitt vegna fordæmingar náunga þeirra. Vegna þess að þeir eru ekki samþykktir eins og þeir eru. Það lýsir ekki kærleika í þeirra garð, hvorki Guðs né manna.

Setjum okkur í spor náunga okkar... eins langt og við komumst.. Heart

Plís, plís, plís ...
 

Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig..

Hver er náungi þinn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir góða færslu! Ég er svo sammála þér, við þurfum einmitt að velta fyrir okkur þeirri spurningu: hver er náungi minn eins lögvitringurinn spyr í Lúkasi f mig minnir rétt og í framhaldi fylgir sagan að miskunnsama samverjanum! Ekki tilviljun þar á ferð!

Takk Jóhanna , ég verð svo glöð þegar ég sé svona færslur hér á moggablogginu !

Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

f=ef

Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 10:02

3 identicon

Smá fréttir af litlu systur... hún var að komast í sport úrslit í sínum hóp !!!!!

Það er ÆÐI !!!!!!!!!

Bara svona smá innlegg fyrir þá sem eru að fylgjast með feguðarför VÖLU okkar ;)

Kv. Eva Lind

Eva Lind (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:03

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sunna mín - Gleði, Gleði, Gleði ... þýðir ekkert annað!

--

Gaman að þessu bjútídæmi .... veit ekki hver er spenntari Ungfrúin eða Evan ! .. Best að blogga eitthvað bjútí ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: krossgata

Allir eiga að eiga völ á lífsgæðum og allir eiga rétt á virðingu.  Samkynhneigðir-gagnkynhneigðir, trúaðir-vantrúaðir, fatlaðir-heilbrigðir og svo framvegis.  Eitt af því sem gerir okkur mannleg er að geta sett sig í spor annarra - ef við viljum. 

En það er þetta með sjálfsmorð.  .... skrifaði fullt, en hætti við.  Er ekki stemmd fyrir þá umræðu. 

krossgata, 13.11.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innleggið þitt krossgáta mín, þú ert alltaf jafn dularfull. Hefði þegið að þú tjáðir þig meira .. en allir hafa sín takmörk .. ég vona að ég hafi engan sært.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband