Óbeislað ljóð um stefnumót sem mótaði ...

... Stödd á  milli draums og veruleika horfði konan unga á hvítkölkuð húsin og gekk inn í eitt þeirra. Dyrnar voru opnar og hún sá mann í baðkeri á miðju gólfinu. Maðurinn var veikburða svo hún hjálpaði honum upp úr, hjálpaði við að þurrka sér og klæða. Hún studdi hann síðan út í kvöldsólina og þau settust á steinbekk fyrir utan húsið og ræddu saman í vinsemd. Þó maðurinn væri veikburða virkaði nærvera hans ótrúlega sterkt á hana. Einhver ólýsanleg væntumþykja eða ást, hún vissi ekki hvaða tilfinning þetta var, helltist yfir konuna. Vissi bara að hún yrði aldrei söm eftir þetta stefnumót...

...Stödd á öldrunarstofnun gekk hún inn í herbergi gömlu konunnar. Bauð henni, brosandi bleikum varalit, aðstoð við að baða sig. Aldraða konan var þakklát og brosti á móti, þúsund þökkum. Hún þvoði hár gömlu konunnar og fætur og skolaði sápu af lífsreyndum líkama. Þerraði hana með handklæði, hjálpaði henni í fötin og knúsaði hana stórum faðmi.... Í huga konunnar kom myndin af stefnumótinu við veikburða manninn og hún skildi hvað það var mikil gleði í að gefa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband