Kínablogg númer eitt!

Sit hér á rosalega flottasta hóteli sem ég hef komið á á ævinni. Klukkan er 8:30 - Viðhengið sefur notalega í risarúmi sem er hér á miðju gólfi. Allt svona miðjumiðað - baðkarið á miðju gólfi líka! LoL .. Set inn myndir síðar. Hitastigið er ca. 25 gráður á celcius og trópíkal loftslag. Pálmatré og huggulegt. Sundlaug þar sem barinn er staðsettur í miðjunni.  - sko ofan í lauginni!

Ætla að byrja á byrjuninni, - erum s.s. búin að vera 30 tíma á ferðalagi. Lögðum af stað frá Keflavík 8:30, keypti mér krossgátublað (sem ég geri næstum alltaf þegar ég fer í flugi) -  Flugum með vind í rass til London (2 tímar og 10 mín). Höfðum sjö tíma í London og fórum með express lest niður til Paddington Station og röltum um. Náði að kaupa eitt par skó! Settumst inn á ítalskan kósý veitingastað og fengum okkur djúsí mat og smá rauðvín. Upp á flugvöll aftur og flugið var á áætlun. Risa Júmbó þota. Vorum bókuð í sardínudeildina en gengum fram hjá laxasvæðinu þar sem fólk gat látið fara vel um sig. Flugið til Hong Kong var tæpir 13 tímar og náðum við á einhvern yfirnáttúrulegan hátt að sofa slatta.

Svefnstellingarnar voru álíka margar og búast má við hjá áðurnefndum sardínum í dós! Flugið gekk stórslysalaust annars, horfði á rómantíska bíómynd með Katarínu Zetu Jones - og nokka Friends þætti. Ég nefndi að flugið hafi gengið stórslysalaust, því að blekpenninn sem ég notaði til að fylla út krossgátur lak og ég fékk bláa hendi! Eflaust það næsta sem ég kemst til með að líkjast Davíð Oddsyni! ..Þurfti að láta hálfsofandi Viðhengi og ítalskan kall standa upp fyrir mér til að komast í þvottaaðstöðuna þar sem ekki má reykja..sko, nei, nei, svei, svei, ekki reykja á klóstinu ef þið viljið ekki vera borin út í hlekkjum - hannibalar kannibalar reykdólgar hvað !! hehe.. Ninja

Stoppið í Hong Kong var um 4 tímar og svo var hoppað í vélina til Sanya en Sanya er syðsti oddinn á eyjunni Hainan, sunnan við Hong Kong.  Í Sanya búa tæplega 500 þús manns. Loksins kom Kínastemningin. Hof og ljós, krúttlegt brosandi fólk og ég veit ekki hvað! Óræður bílstjóri keyrði okkur og Viðhengið var í svitabaði yfir akstrinum en það var svona hipsumhaps hvar maðurinn keyrði á götunni og svo flautaði hann á allt sem hreyfðist (ekki ýkjur).. veit ekki. Þetta var annars hinn kurteisasti maður, talaði ekki orð í ensku en samt tókst mér að semja við hann um fargjaldið áður en lagt var í ferðina sem tók 30 mín ca.

Komum hingað s.s. í myrkri í gærkvöldi. Var búin að vera í sms sambandi við Völu mína. Hjartað fór að slá hraðar og ég var spenntari en sætisólarnar í öllum flugunum þremur samanlagt, þegar við komum í hótelið og svo var tárafundur inni á "gymminu" þar sem ungfrúin var stödd. Hún fékk síðan tölvuna hjá mömmu og bloggaði smá drottningarblogg og er orðin efst á vinalistanum mínum. Æ það var gott að sjá hana - þó það sé skrítið að mega ekki umgangast mikið. Drottningarnar eru með sjaparónu (fylgdarkonu) og mega ekkert gera án eftirlits. Svolítið raunveruleikasjónvarpslegt. Í dag er síðan von á drottningarmanninum Jake sem við Viðhengið ættleiðum eflaust meðan við erum hér því hann má víst lítið vera með elskunni sinni á meðan þessu stendur.

Við hittumst síðan í morgun í flugumynd, en drottningarnar voru á leiðinni á æfingu útí bæ. Nú er kominn tími á að ræsa viðhengið og kíkja á Chinese breakfast buffet, er það ekki ? .. Untill next time...Sápa hvað ? Cool ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku þið,

Oh... hvað er gott að heyra að þið séuð öll saman núna og ferðin gekk vel :)

Við söknum ykkar hérna heima í kuldanum og getum eiginlega ekki beðið eftir að fá ykkur heim.

 Lot´s off love .......

Eva Lind (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þvílíkt ævintýri hjá þér kona.  En gaman að fá að fylgjast með þessu svona í návígi.  Það verður gaman að fá myndir af herlegheitunum.  Óska dóttur þinni góðs gengis Jóhanna mín.  Tus tus og gott gengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 11:59

3 identicon

Gott að þú og Viðhengið komust á leiðarenda, ekkert smá fyndið að lesa ferðasöguna ykkar! Skemmtið ykkur vel og njótið rosalega flottasta hótelsins!!!

Hulda Kristín stórasystir

Hulda Kristín (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:38

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Njótiði ferðarinnar og hafið það gott

Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 22:38

5 identicon

Njótið  ferðarinnar og lífsins í botn Jóhanna mín..Gangi allt vel og óskaðu Völu góðs gengis frá mér eða segir maður break a leg..I don't know..allavega. Endilega  setja inn myndir af þessu lúxusherbergi...svo við getum öfundað ykkur af þessu herlegheitum. Hlakka til að sjá þig aftur . Knús

Elva (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:24

6 identicon

Gaman að heyra frá ykkur.  Ég held þú verðir aðeins að hrista aðeins upp í viðhenginu.. sem annað hvort er sofandi eða hálfsofandi   Hlakka til að sjá ykkur aftur... skilaðu góðri kveðju til Jóhönnu Völu.  Við viljum jú sjá hana í gullsætinu

sissa (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:10

7 identicon

já og takk fyrir "sms"ið... gott að heyra að allt gekk vel

sissa (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:14

8 identicon

Gaman að fá að fylgjast með ykkur. Góða skemmtun og við hugsum til Jóhönnu Völu.

Kveðja Addý og Co

Addy (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:13

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega fyrir góðar kveðjur og komment, Addý og Co, Sissa, Elva, Jóna Ingibjörg, Sunna, Hulda Kristín, Ásthildur og síðast en ekki síst Eva mín dúllan.. kveðjur heim!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.11.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband