Fimmtudagur, 21. september 2006
Dótabúðir óþarfar ?
Nú er ég að passa Mána sæta ömmustrák. Hann er bara yndi og ljós þessi strákur. Hann er sérlega ánægður með "dótið" hennar ömmu.
1) Eldhúsrúllur, 2) pappakassi 3) klemmukarfa m/klemmum 4)kassi þar sem amma geymir kertin sín!
Gasmaðurinn kom í fyrradag og þá þurfti ég að tæma skápinn sem gaskúturinn átti að komast fyrir í og ég hafði fyllt hann af eldhúsrúllum þar sem ýmsir ættingjar og vinir hafa þurft á styrk að halda til að komast í ómissandi utanlandsferðir með sínum skólum. Þar af leiðani lá stafli af eldhúsrúllum á gólfinu. Þetta þótti Mána mínum hinn mesti fjársjóður og byggði kastala úr eldhúsrúllum og síðan velti hann sér um gólfið á þeim!
Vala mín er búin að vera að tæma pappakassa í herberginu sínu og þeir hafa verið að þvælast fyrir mér. Hemmi kom í heimsókn og skar út glugga á einn kassann og þar með var kominn "Mánabær" sem Máni litli gat leikið sér í tímunum saman.
Klemmukarfan var síðan tekin með í baðkarið. Kertin tók hann upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr kassanum og raðaði í aftur. Upp úr ......... hehehe..
Já - veit ekki afhverju Leikbær er að opna einhverja Super Store þegar dótið er allt fyrir hendi!!
Hmmmm....?
Athugasemdir
Þau ertu svo yndisleg þessi börn, skemmta sér meira yfir gjafapappírnum á þessum aldri heldur en innihaldi. Ég gef framvegis eldhúsrúllu og pappakassa í afmælisgjafir ;)
Eva Sigurrós Maríudóttir, 26.9.2006 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.