I´d like to buy the world a home And furnish it with love ...

Ég held að við extróvertarnir hér á blogginu getum verið sammála um að árið 2007 hafi m.a. verið ár bloggsins!

Einnig getum við verið sammála um að hæst hefur m.a. farið umræðan um feminisma annars vegar og trúarbrögð hins vegar.

Konur (og sumir karlar) ganga m.a. fram í nafni feminisma og traðka á körlum (og sumum konum). Karlar og konur ganga fram í nafni kristinnar trúar og traðka á öðrum körlum og konum. Það kalla ég að ganga fram undir fölsku flaggi.

Feminismi og kristin trú (og mörg önnur trú) eru af hinu góða í mínum huga - en þarf að höndla það með gát og stíga varlega til jarðar.

Það er ekki trúverðugt að veifa hvítum friðarfána og standa síðan með byssu og skjóta.

Elskum friðinn og strjúkum kviðinn á nýju ári! ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband