Fann fyrstu vinkonuna í Gestabókinni minni!

Ég er ótrúlega léleg við að lesa gestabókina mína hér á blogginu. Kíkti þó áðan og sá þá að fyrsta vinkona hafði skrifað kveðju! Við kynntumst á Grettisgötunni, en þar bjó ég til sjö ára aldurs. Bjuggum sjö manns í þriggja herbergja íbúð. Nokkuð hamingjusöm fjölskylda þar á ferð, svona pabbi, mamma, börn og bíll fílingur - þar til pabbi dó 1969 - og fjölskyldumynstur breyttist óhjákvæmilega og fluttum við burt.  Ég man alltaf eftir þegar ég spurði fyrst eftir vinkonu minni henni Valgerði eftir dauða pabba. Þá sagði mamma hennar orðrétt með einstaklega hlýlegum hætti og strauk mér um kinn: ,,Hún Valgerður er ekki heima en ef hún væri heima vildi hún örugglega leika við þig." Ég man þetta eins og gerst hafi í gær og ég man hvað mér þótti vænt um þessi orð, eða eiginlega hvernig þau voru sögð. Tárin komu flæðandi fram þegar ég gekk heim aftur og inn í húsasundið en þau höfðu verið frosin í einhvern tíma. Það eru liðin tæp fjörutíu ár síðan, en svona getur falleg framkoma skipt miklu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já veistu það Jóhanna, ég man líka svo vel eftir þessum degi. Þegar ég kom heim sagði mamma mér frá því að þú hefðir komið og spurt eftir mér og sagði mér að fara yfir til þín og faðma þig og ég man svo vel eftir þessu faðmlagi okkar og þeirri tilfinningu sem fylgdi því að knúsa vinkonuna mín sem ég vorkenndi svo mikið af því að hún hafði misst pabbann sinn. Ég man hvað ég skynjaði vel þó ung væri hve frosin þú varst og vildir reyna að vera kúl. ..............og skrýtið, ári síðar stóðum við í þessum sömu sporum en þá dó mamman mín.

Knús til þín,

Valgerður

Valgerður (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æ, frábært Valgerður mín og svolítið væmið (en who cares) að hittast svona á blogginu! hehe..Þetta eru tákn um nýja tíma.

Kynntumst báðar sorginni ungar - það mótar.

kveðja og krams,

Jóhanna

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú hafið þið tvær komið tárunum út á mér.  Knús á ykkur báðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 11:44

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú fékk ég kökk í hálsinn. En falleg minning, mitt í sorginni. Og missir Valgerðar ári síðar sýnir hvað heimurinn og lífið er hverfult.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.2.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband