Blekkingarleikur - sálin í ullarsokkum..

Kona nokkur skrifaði:

Það er auðvelt að blekkja, en enga er auðveldara að blekkja en sjálfa mig. Ég er flink í þessum blekkingarleik. Þegar dimmir þá segi ég við sjálfa mig að það sé bjart. Þegar mig langar að gráta og skríða undir sæng þá syng ég og dansa um gólfið í stofunni, glöðust allra. Smám saman fer ég að trúa að ég sé glöð og þarf ekki að blekkja sjálfa mig lengur. Þetta virkar svona næstum alltaf. Stundum læt ég eftir mér að fara í fýlu, setja sálina í ullarsokk, slökkva á símanum og setja ullarsokkana ofan í skúffu.  Þegar ég er tilbúin hoppa ég uppúr skúffunni og byrja í blekkingarleik sem leysist upp í sannleika. Til þess er leikurinn gerður; að leika á blekkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta eru merkileg skrif og vekja mann til umhugsunar

Sunna Dóra Möller, 5.2.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband