Fermingarbrjálæðið ...

Ásgerður Jóna skrifaði fyrir nokkru um fátæk börn sem fermast líka, og er að biðja um styrk þeim til handa. Mér finnst þetta vera dropinn sem fyllir mælinn og þurfi að vekja okkur upp af þessu rugli sem er í kringum fermingarnar. Foreldrar eru að sligast undan kostnaði við fermingarveislur, gjafir og dress. Ef ekki eru leigðir veislusalir m/öllu þá er oft bráðnauðsynlegt að parketleggja heimilið og mála upp á nýtt! .. (Að vísu þarf fólk oft að hafa einhvern svona atburð til að ýta á að fiffa upp heimilið)....

Að börnin geti ekki játast því að leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns öðru vísi en það kosti fjölskylduna einhverja hundraðþúsundkalla er bara ekki í lagi! .. Auðvitað er það sama sagan með borgaralegar fermingar, það eru örugglega ekki minni veislur, dress og gjafir á þeim bæjum.

Well, þetta er svona röfl-blogg .. en held að það þurfi að standa á bremsunni hvað varðar fermingarbrjálæðið! ..

Þetta er að vísu í sama dúr og jólagjafabrjálæðið... o.s.frv..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt og rétt við erum gjafa og bruðlóð.  Hér þarf nýja vakningu, hún var reyndar aðeins að byrja fyrir síðustu jól.  Gerðu það sjálf eitthvað, svona umræða.  Þarf að kynda betur undir slíkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þrátt fyrir að þú kallir þetta röflblogg þá ert þetta svo sannarlega rétt hjá þér Jóhanna. Ég er að ferma mína ADHD/Asperger dömu eftir 3 vikur, sem betur fer hefur hún góða skynsemi í kollinum og liggur við að hún stoppi mömmu sína í að kaupa einhvern óþarfa. Hér verður fenginn lánaður salur hjá mínum pólitíska flokki, ættingi sér um veisluföngin, löngu búið að keupa fermingarföt á Útsölu og allt skraut í salinn keypt í Rúmfatalagernum! Semsagt frekar ódýr ferming (og allt má vera í drasli heima) Hjá mörgum gengur þetta út í öfgar

Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta er svo sannarlega löngu farið út í algert bull.

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Grumpa

ein vinkona mín sem á 4 börn tók þá ákvörðun að í staðinn fyrir veislu og allt það haverí fóru foreldrarnir með fermingarbarnið í stutta utanlandsferð sem kostaði miklu minna og allir voru himinlifandi. get ekki ímyndað mér að nokkur unglingur hafi heldur gaman af þessum uppstríluðu veislum

Grumpa, 25.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband