Miðvikudagur, 26. mars 2008
Vorið er ekki komið .... og dýnan ekki inn ..
Þar sem ég sat við eldhúsborðið, borðaði dýrindis lax, sætar kartöflur í rjómamangósósu og kornstöngla og horfði út um eldhúsgluggann tilkynnti ég viðstöddum að mig langaði út í göngutúr eftir matinn. Feðgarnir voru báðir meira en tilbúnir í það svo við dúðuðum okkur og ég tilkynnti að kannski væri bara vorið að koma, það var eitthvað svo fallegt úti.
Við skoppuðum hér um hverfið, gengum gæsagang og alls konar gang til að halda á okkur hita og betri helmingurinn hafði áhyggjur af því hvað nágrannarnir myndu halda að þarna væri stórskrítin fjölskylda á ferð! ...
Ég komst að því að það er hreinlega ekkert vor í lofti, komin inn undir teppi og kósast ... Það var samt gaman að labba.
- Annars var systir mín að hringja í þessu, dóttir hennar var að ,,erfa" rúm dóttur minnar og það er svo þröng aðkoman í húsið hennar (sem fylgir oft gömlum og sjarmerandi húsum) að neðri parturinn af dýnunni komst ekki inn! ... ógeðslega spælandi .. Nú vantar bara töframann til að segja abrakadabra ...
Athugasemdir
Ég hefði viljað sjá þessa stórskrítnu fjölskyldu
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 22:03
Hæ mamma mín.. leiðinlegt að heyra með dýnuna:( en heyrðu eitt.. hún Hneta okkar varð ellefu ára en ekki níu ára.. :)
Knús á alla heima..
kveðja frá Delray Beach í 30 stiga hita;)
Vala
Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:27
Það er gaman að gæsagangi Maður finnur bara matarilm þegar maður les færslurnar þínar
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:05
Sæl Jóhanna.
Matur,ekki rosa duglegur að elda ofan í allan hópin.
Það er ég og allir þessir ósýnilegu.
Hafðu það sem best með þínu fólki,alla daga.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 05:10
Já - Jónína Ég elska fíflagang sem gæsagang (að vísu auðvitað á réttum stöðum og réttum tímum) ... það getur verið jafn hvimleitt á röngum stöðum og röngum tíma og það er gaman á hinum.
Margrét - mér finnst svo gaman að elda gott (og borða gott-og hollt) svindlaði þarna aðeins með rjómann, að vísu matreiðslurjómi svo það er svona meira í lagi.
Þórarinn - við erum aldrei ein ..
Vala - úps auðvitað varð Hneta 11 ára en ekki níu, svona er ellin að fara með mig!
Við erum enn ekki alveg búin að gefast upp út af dýnunni ... sko.. Love you, mig langar til Flórída í 30 stiga hitann!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.3.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.