Gott að vakin sé athygli á þessu..

Mín börn eru í ágætu sambandi við föður sinn og foreldra hans, eflaust óvenju góðu. Að sama skapi eru börn sambýlingsins í mjög góðu sambandi við hann og afa gamla. Við erum þá undantekning sem skapar regluna. Mér finnst sorglegt að börnin álykti svona mörg að það sé pabbinn sem eigi sök á skilnaðinum. Ég held að í flestum tilfellum þurfi tvo til að hjónaband gangi og tvo til að skilja. Þó undantekningar séu þar á.

Það er gott mál að verið er að vinna í þessu, sérstaklega vakti eftirfarandi athygli:

,,Til þess að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn, leggja skýrsluhöfundar til að efld verði fjölskyldufræðsla fyrir verðandi foreldra og að þeir foreldrar sem sækja um skilnað fái sérstaka fræðslu um hvernig best sé að standa að málum svo að skilnaðurinn hafi sem minnst áhrif á börnin.

 

Að lokum er lagt til að þeir foreldrar sem hvað erfiðast eiga með að leysa úr sínum málum fái til þess aðstoð og að börn þeirra fái sérstakan stuðning."

Annars knús á ykkur inn í daginn! Heart


mbl.is Skilja við ömmu og afa auk pabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott dæmi um vanhæfni og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnmálamanna í þessum málum.
Sjá eftirfarandi:
http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080115T143920.html
http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080115T143505.html
Á meðan fólk með svona brenglað viðhorf hefur aðgang að valdastofnunum þjóðfélagsins
er engin von um framfarir varðandi rétt barnanna til foreldra sinna.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorgleg mál skilnaðarmál og líka umgengnismál og hvernig móðir notar stundum börnin á föðurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband