Restin af lífinu - hvað er hún löng og hvað viltu gera ?

success_and_happiness1
Við betri helmingurinn vorum að velta upp þeirri spurningu nýlega hvað við myndum gera ef við fengjum að vita að við ættum aðeins stuttan tíma ólifaðan. Myndi maður lifa bara alveg eins og núna eða stinga af frá öllu og hlaupa á sandinum á Bahamas ? .. Nærvera með mínum nánustu væri það mikilvægasta fyrir mig - svo ég myndi a.m.k. vilja að þeir kæmu allir með mér til Bahamas og það gæti orðið dýrt og illframkvæmanlegt ...
Á maður kannski ekkert að velta svona spurningum fyrir sér ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Það er víst það eina sem við vitum með vissu, að öll munum við deyja, - og enginn verður mikið meira en 100 ára. Ég verð að viðurkenna að gæti ekki hugsað mér að eiga stutt eftir. Stefni að því ljóst og leynt að verða allra kellinga elst. Vona bara að ég verði södd lífdaga þegar þar að kemur. En þangað til, er um að gera að fara vel með sig - og njóta hvers augnabliks.

Laufey B Waage, 27.3.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekki hvort ég myndi taka til fótanna og gera eitthvað skemmtilegt.  Held að lífslöngunin sé svo sterk og hræðslan við dauðan (ekki endilega vitsmunalega heldur meira sem ósjálfráð tilfinningaviðbrögð) geri það að verkum að einhver afneitun fer í gang og maður fer í það að berjast.  Annars get ég ekki sett mig í þessi spor, þó ég hafi komist ansi nálægt þessu einu sinni.

Flott pæling.  En nú er ég farin að hugsa.  Ekki gott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góðar pælingar, hef aldrei hugsað út í þetta Kannski maður ætti að fara að lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti

Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held ekki að ég mundi fara neitt... nema þá eins og þú segir að hafa mína nánustu þá með. Auðvitað veltir maður öllu mögulegu og ómögulegu fyrir sér, ekki hægð að komast hjá því

Jónína Dúadóttir, 27.3.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nærvera með mínum nánustu, síðustu dagar hafa kennt mér að það er ekkert dýrmætara en samvera með þeim sem að manni þykir vænt um. Það er ekki til stærri fjársjóður en samhent fjölskylda sem stendur saman í gegnum allt !

bestu kveðjur !

Sunna Dóra Möller, 27.3.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Held að ég vilji ekki taka þessa umræðu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Neðri kostinn fyrir mig takk.

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband