Lyf eru góð til síns brúks ... EN...

Þegar ég var að vinna við ummönnun á Eir tók ég eftir því lyfjamagni sem dælt var í gamla fólkið. Mjög mikið af þeim lyfjum voru einhvers konar ,,gleðipillur" ..

Ég hugsaði mikið um þessa ,,lausn" og veit að sumir virkilega þurfa á þessu að halda. Ég held samt að við gætum sparað í lyfjakostnaði með að hækka laun starfsfólksins og fá meira af ,,peppandi" fagfólki til að starfa á elliheimilum.

Því miður kann ég ekki á gítar (þó ég hafi reynt að læra).. en fann söngtexta ofan í skúffu. Safnaði fólkinu saman og við tókum okkur söngstundir. Allir á deildinni að undanskildum einum tóku þátt í þessum söng, hver með sínu nefi. Í framhaldinu var talað um forna frægð í kórum o.s.frv.. Þessar söngstundir voru auðvitað ekkert á dagskrá þessarar deildar skv. yfirskipulagi, en bara vegna sjálfstæðs vilja undirritaðrar voru þær settar á! ..

Það var gaman að vinna þarna, fátt er eins gefandi eins og að þiggja þakklæti gamals manns eða konu og dásamlegt ef hægt væri að lifa á þakklætinu einu samn en ég varð að hætta vegna þess að ég gat ekki lifað af 111 þúsundum á mánuði (háskólamenntuð kona)  þá einstæð með tvo unglinga að sjá fyrir.

Auðvitað er margt gert í þessum dúr inni á öldrunarheimilum en ekki næstum, næstum nóg. Viðtöl, upplestur á sögum, gönguferðir o.fl. væri eitthvað sem mætti gera enn meira af. Sérstaklega fyrir þau sem eru fótafær og svona ,,semihress".. 

Meira fjör og minni pillur er minn boðskapur! .. Líka fyrir okkur yngri..


mbl.is Lyfjakostnaður jókst um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er ógnvænleg þróun sem erfitt er að gera sér öðru vísi grein fyrir að endi nema með skelfingu.

Umönnunarstörf eru mjög vanmetin í samfélaginu, þau eru bæði illa launuð og starfsumhverfi er oft ábótavant. Og svo má þetta helst ekki kosta neitt og þá er auðveldast að auka lyfjagjöf. Jú eru það ekki sjálfstæðir lyfsalar og lyfjaframleiðendur sem njóta góðs af aukinni veltu? Þeir eru aftur styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins. Er þetta nokkuð flókið hvert þessi mál stefna í?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála með pillurnar.  Alltof mikið lyfjaát í samfélaginu (ég ætti að vita það) en þunlyndislyfin eru lífsnauðsynleg fyrir marga.  Þá er ég ekki að meina vímupillur.

Svo finnst mér einhver "leikskólabragur" á rekstri öldrunardeilda.  Eins og eldri borgarar séu börn.  Öll með sama smekk og sömu langanir.

En mér finnst töff hjá þér að hafa fundið eitthvað að bjóða upp á fyrir fólkið.  Það er ábyggilega ekki erfitt að gera flestum til hæfis.

Mættu fleiri taka þig sig til fyrirmyndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Laufey B Waage

Meira fjör og minni pillur. - Vá hvað ég er sammála þér. Ég er sannfærð um að meiri gleði, meiri hreyfing og spennandi viðfangsefni (hæfilega erfið fyrir aldur, heilsu, áhugasvið og færni viðkomandi) virkar miklu betur en öll heimsins lyf - og draga verulega úr þörf fyrir þau.

Laufey B Waage, 10.4.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur alltaf verið sagt að góður starfsmaður sé gull atvinnurekandans, þú hefur svo sannarlega sannað það hér og nú Jóhanna mín.  Þetta hefur verið aldeilis flott hjá þér og mættu fleiri taka þetta upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:34

5 Smámynd: Tiger

  Ég er alveg sammála Jenný hér að ofan - töff hjá þér að finna uppá skemmtilegum stundum handa gamla fólkinu. Ég er handviss um að vistmenn hafi mikið saknað þín þegar þú hættir. Svo mikið satt að lyfjum er alltof oft dælt inn í landann án þess að þess sé raunveruleg þörf. Svo satt að það mætti meira gera í því að halda gleðistundir á elliheimilum frekar en að dæla gleðilyfjum í blessað fólkið okkar.. knús á þig og hafðu það ljúft skottið mitt.

  By the way - hér er einhversskonar kál handa þér! *Glotterí*.

Tiger, 10.4.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdir, mér sýnist þið nú öll vera býsna ,,töff" !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband