Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Nafnlausir og Nafnlausir ....
Það er ekki alveg það sama að vera nafnlaus og vera nafnlaus.
Það eru í megindráttum tvær týpur:
1) Veiðimenn 2) Fuglaskoðarar
Bloggarar undir nafni eru sko fuglarnir, hvort sem við erum endur, gæsir, rjúpur - þú, lesandi góður mátt bara ákveða hvaða fugl þú ert, ég flokka mig sem furðufugl hehe..
Veiðimaðurinn kemur inn á bloggið þitt, skoðar aðstæður, skoðar persónulega hagi, hvað þú ert að skrifa og sér myndina þína og skítur þig niður með haglabyssunni sinni.
Fuglaskoðarar eru yfirleitt prúðir, kannski skoða þeir bloggið þitt og langar að segja sína meiningu, en gera þér ekkert illt.
Jamm, þetta er s.s. mín grófa greining á nafnlausum bloggurum! Auðvitað má teygja þetta og toga á mismuandi máta, sumir veiðimenn eru líka fuglaskoðarar hmmm... og sumir nafnlausir eru fuglar
Góðan daginn annars elskulegi fuglaheimur!
Athugasemdir
Flott skilgreining á bloggurum hjá þér, þú kannt að koma orðum að því Ég stilli mér upp í furðufuglaflokkinn með þér....
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 07:32
Ég er rjúpa, ég ætla að fara vel með sjálfa mig fram á haust því þá ætla ég að snæða herlegheitin
Góðan daginn vúman.
Flott greining.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 08:23
Ég vil vera Örn eða Fálki...hahahaha....það er eitthvað svo tignarlegt að vera Örn, sá einn á Vestfjörðum í fyrra....alveg stórkostlegir fuglar (reyna að ýta upp sjálfsálitið þessa dagana...)...en ég vil ekki vera veiðimaður, það er ekki minn bolli af tei!!
Snilldargreining og guten tag !
Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 10:16
Heitandi (meðal annars) Valur myndi ég væntanlega flokkast með ránfuglum, enda nafnið með tvöfalda merkingu, bæði fálki og vopndauði (sbr val-höll og það að falla í valinn).
Það má hver sem er reyna að skjóta mig bloggleiðis. Þá steypi ég mér bara á móti með klær og beittan gogg að vopni.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.4.2008 kl. 11:11
Well, ætli ég myndi ekki vera flokkaður sem storkur - enda ætíð að reyna að bera góð tíðindi um allt.
En reyndar er ég flottur Örn, enda með einn slíkan - grimman og gráðugan - aftan á vinstri öxl - tilbúinn að steypa sér á bráðina. Reyndar er ég líka veiðimaður, sit um bráð mína og hremmi hana án viðvörunar. En að blogga leiðinlega myndi ég aldrei geta gert, held ég. *hux*... knús á þig ljúfust og eigðu yndislegan dag.
Tiger, 22.4.2008 kl. 14:35
Ég er mörgæs Þær eru nefnilega svo mikil krútt!
Annars er leiðinlegt þegar fólk kann ekki sinn gang og láta bara vaða yfir allt og alla sama um hvað málið snýst!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.