Lögregla og lögbrjótar

Ég sé að þjóðin skiptist í tvennt hvort hún ,,heldur með" löggunni annars vegar eða lögbrjótum og/eða stuðningsfólki þeirra hins vegar.

Ég veit ekki hver ballansinn á voginni er nákvæmlega, en fleiri virðast telja lögregluna hafa klikkað. Ég tel lögregluna hafa verið að sinna skyldu sinni, þó ekki hafi endilega verið staðið 100% faglega að verki, kannski bara 60% ..

Mér sýnist að enginn sé alsauklaus í þessu máli. Málið er ekki svart/hvítt.  

Ég tel að það skipti miklu máli að vara við því að fólk sem jafnvel hefur engan málstað að verja nýti sér þessa andspyrnu við lögreglu til að vaða uppi með ólæti og/eða eggjakast.

Ég er fylgjandi friðsamlegum mótmælum við óréttlæti. Ef ég væri við stjórnvölinn myndi ég kalla til samræðna NÚNA, þó ekki væri nema til að forða blóðbaði í nánustu framtíð. Ég óttast það að ef þetta heldur áfram verði stærri skaði og jafnvel eitthvað gerist sem ekki er hægt að bakka með.  

Reynum að draga af þessum hryllingi dagsins jákvæðan lærdóm.

Þetta vil ég ekki sjá. Hvorki ofbeldið sem bílstjórar beittu við lokun vega, né valdið sem lögreglan beitti.

MAKE Heart NOT WAR


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Borgararnir geta klikkað, við höfum ekki efni á því að lögreglan gangi fram eins og óður skríll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Tiger

Uss.. já sko.. ef Trukkabílstjórar hefðu aldrei brotið lög - bara mótmælt á löglegum nótum og helst á réttum stöðum (að mínu mati sem þarf ekkert að vera réttara en annað) þá hefði lögregla aldrei þurft að ganga fram líkt og í dag. Það hefði þá aldrei komið til þess að skríll færi fram gegn lögreglu með þeim fávitaskap sem raun var í dag. Ef allt hefði verið löglegt þá hefði engin "óþolinmóður" venjulegur borgari verið handtekinn í gær og hugsanlega sektaður - það hefðu engum eggjum verið sóað og engu grjóti verið kastað og engum meisúða verið spreyjað hvað þá að kylfur væru á lofti. Hvað segir þetta okkur?

JÚ AÐ LÖGREGLAN BEITIR SKELFILEGU VALDI OG LÖGREGLAN BEITIR HARÐRÆÐI OG ER EINS OG ÓÐIR TUDDAR Í LÖGGULEIK OG LÖGGAN Á ALLA SÖKINA OG BLABLABLA. ...

Hjálpi mér hvað þetta er allt eitthvað öfugsnúið, ekki satt?

Veistu, það hamast allir við að kenna löggimann um flest sem miður fór í dag - en það pælir engin í því að ef ALLIR hefðu farið að lögum hefði sennilega ekkert af þessu gerst. Takk fyrir mig ljúfan og gleðilegt sumar eftir tuttugu mínútur ...

Tiger, 23.4.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er sammála því að vilja sjá friðsamleg mótmæli. Ekki gat ég séð að það væri bílstjórarnir sem voru með lætin þarna heldur virtist það vera einhver múgæsing í gangi hjá öðrum sem komu þarna að þessu. Auðvitað á lögreglan að sinna sinni skyldu en mér fannst þetta full harkalegt á köflum hjá þeim. Fannst á tímabili eins og þeir væru að upplifa sig í bíómynd

Huld S. Ringsted, 23.4.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er ansi hrædd um að t.d. það fólk sem nú þegar eru í vandræðum með að bera virðingu fyrir lögum og reglu eigi eftir að grípa þetta ,,almenningsálit" á lögreglunni og notfæra sér það. Nýlega var hópur erlendra manna sem veittist að lögreglu og mér varð ekki um sel. Löggan þarf að hafa ákveðið ,,authoritet" þannig að þegar hún er mætt á staðinn þá er farið eftir því sem hún segir.

Svona borgarastyrljöld er mér fjarri skapi og ég get engan veginn stimplað lögregluna sem skríl í þessu tilfelli þó að þeim hafi orðið heitt í hamsi og gengið harkalega fram, eins og Huld bendir réttilega á,  þegar í þá var kastað grjóti, eggjum og hótað með einhverju kemísku spreyi  ..  eftir að þeir þó voru búnir að biðja menn, með góðu, um að víkja ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 08:45

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Gleðilegt sumar.

Þröstur Unnar, 24.4.2008 kl. 10:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bílstjórarnir eiga mína samúð.  Ég tel að reiðin eigi að beinast að stjórnvöldum en ekki einstaka hópum í samfélaginu.  Það vantar svo mikið á að við stöndum saman.  Og svo sýnist mér á umræðunni að lögreglan hafi hreinlega "búið til" ólæti úr friðsamlegum mótmælum.  Og ef það hefur verið skipulagt fyrir fram eins og orð eins lögreglumanns við fréttakonu bendir til, þá búum við svo sannarlega við stjórnleysi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt sumar öll!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er alveg til í svolítið harkaleg mótmæli  Íslendingar eru ekki nógu duglegir að mótmæla.

En gleðilegt sumar mín kæra og takk fyrir bloggveturinn!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:20

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt sumar

Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta mál í gær var spaugilegt. Óeirðirnar byrjuðu ekki fyrr en lögreglan skarst í leikin með barnalegar athafnir. Vörubílstjórar um allan heim sína mótþróa af ýmsu tagi en ég man ekki eftir svona atvikum jafnvel þótt tómötum hafi verið kastað. T.D.Tímsterar ( teamsters) sem eru samtök vörubílstjóra í bandaríkjunum eru t.d. friðhelgir og allir vita að það þýðir ekki að ögra vörubílstjórum. Þeir flytja fjöll. 

Valdimar Samúelsson, 24.4.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband