Sendibréf að sunnan...

Einu sinni vorum við öll undir sama þaki, ég og börnin mín. Nú eru þau dreifð um víðan völl.

Þegar Eva mín flaug úr hreiðrinu grét ég í heila viku, enda flaug hún til Danmerkur. Nú er hún flogin til baka og græddi ég með henni tengdason og dótturson, sem er náttúrulega hjartaknúsið hennar ömmu. Heart Eva er í prófum í viðskiptafræðinni - alveg á kafi og segist vera með prófkvíða blessunin. Woundering

Nú er Vala mín flogin til Flórída í fang kærastans, en við söknumst að sjálfsögðu. Hún bloggar svolítið hér. Hún kemur þó heim í sumar og verður að vinna hjá Icelandair, eins og það heitir í dag. Hún er svo ræktarleg við litla frænda sinn og Tryggva yngri og sendi þeim nýlega Transformers diskasett og voðalega flott sendibréf hvorum fyrir sig, skreytt með Transformers köllum. Sendibréf eru orðin sjaldséð!

Það er nú oft með stelpur að þær eru duglegar að halda kontakt við mömmu sína, enda gera þær það báðar. Tobbi minn er svona meira fyrir að láta mömmu hringja í sig. Sideways Hann er annars svo glaður að vera fluttur í miðbæinn og að starfa þar að ég held að hann sé að hugsa um að leggja bílnum. Hollt og gott að ganga, mæli með því! ... Hahaha..var að blogga um soninn sem aldrei hringir og þá hringir þessi elska til að heyra í mömmu sinni! ... Þetta hlýtur að vera svona síkret dæmi! Kissing .. Well.. vinna meira, frímínútur búnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin að gráta úr mér augun x3, og reglulega græt ég yfir dótturinni og barnabarninu sem búa í London.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er svo heppin að tengdadóttir mín, sem er frá Sviss kýs að búa á Íslandi og ég get séð litlu sonardóttur mína hvenær sem ég vilEn svo er eina dóttir mín búsett í Svíþjóð, en hún á engin börn, kemur yfirleitt einu sinni til tvisvar á ári heim og ég fer álíka oft til hennar

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Tiger

  Hmm... ég er of mikill töffari til að gráta, en ég geri það samt ef nauðsyn krefur - nauðsyn hefur hingað til þó ekki krafið sko! Það er endalaust hægt að sakna þeirra sem eru manni næstir þegar þeir eru manni ekki næstir, þannig séð sko... hmmm! Já, það er svo rétt að sendibréf á gamla mátan eru næstum því útdauð, ekki alveg en næstum. Ég sendi reglulega sjálfur bæði bréf og póstkort. Sendi alltaf tugi póstkorta þegar ég ferðast erlendis t.d.

Ferðaðist einu sinni heilan dag - bara til að geta sent fulltaf póstkortum frá þeim stað - fór svo með næstu lest strax til baka sko! En það var reyndar bara til að monta mig - skrifaði sko - "hey allir, er staddur í París núna, gott veður og margt aðsjá - skrifa meira seinna" ... ómæ - var bara að sýnast og monta mig einhvern veginn... hahaha!

Transformers er alltaf flott, en eins gott að börnin mans transformist ekki í "ofgömultilaðhafasambandviðgamlasettið" .. stelpur eru alltaf duglegri og samviskusamari við sambönd við skyldmenni en strákar, hefur alltaf verið og verður alltaf held ég ... Knús á þig ljúfan og gleðilegt sumar eftir tvo tíma eða svo ...

Tiger, 23.4.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband