Sumardagurinn fyrsti 2008 í máli og myndum...

Amma sótti Mána sinn eftir spinning tíma morgunsins og við stilltum okkur upp fyrir myndavélina og brostum okkar blíðasa sumarbrosi:  

24.apríl 2008 017
Henrik, Tryggvarnir tveir, Máni og amman fóru saman í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn vopnuð tveimur íslenskum fánanum og einni regnhlíf, Eva mamma var að læra fyrir prófin sín:
24.apríl 2008 020
Tryggvi og Máni tylltu sér með fánana fyrir framan selina :
24.apríl 2008 019
Máni beið, tjah...í a.m.k. 30 mín eftir bíl og lenti í því að fullorðin kona reif af honum bíl sem hann hafði náð eftir alla þessa bið, en lét ekki deigan síga og beið eftir öðrum:
24.apríl 2008 021
Sko svo eru ekki fleiri myndir því að eins og á ekta sumardögum fyrstu fór að rigna eins og hellt væri úr fötu og regnhlífin eina dugði ekki til að skýla okkur öllum. Enduðum inní kringlu á kaffihúsi og drengirnir fengu að fara í ævintýralandið á meðan verslaðar voru pylsur og pylsubrauð í Bónus, auk annarra nauðsynja. Langamma Vala var sótt, Eva var sótt og restin af börnum Tryggva komu til okkar. Tryggvi grillaði síðan pylsur frá Mexíkó, Póllandi, Danmörku, Þýskalandi og síðast en ekki síst Íslandi.
Nú er pabbinn að svæfa strákinn sinn, amman situr undir teppi að blogga og er enn að ná í sig hita eftir rigninguna í dag. Bíð eftir að Klovn byrji í sjónvarpinu, veit ekki hvort er skemmtilegra að horfa á þá, eða hlusta á minn eigin heittelskaða ,,Klovn" hlæja að þessum á skjánum. LoL
Takk fyrir skemmtilegan og viðburðaríkan bloggvetur kæru bloggarar og aðrir elskulegir sem lesa bloggið mitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 21:59

3 identicon

Ó MÆ hvað þið eruð FALLEG! ... mig langar í þessa mynd takk.. held hún sé fín inn í herbergi, upp á vegg! Held þú myndir vinna fallegustu ömmu keppnina !!! Takk fyrir strákana mína í dag, og mig... Lang Amma Vala fann boðskortið þegar hún kíkti betur í póstkassan svo gleði gleði :)

Bið að heilsa Huldukotsförunum ... Kv. Eva. 

Eva Lind Mána mamma (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já gleðilegt sumar Jónína og Jenný

Eva, þú lætur mig roðna.. mömmur manns eru alltaf sætastar  .. og svo auðvitað börn og barnabörn mammanna!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 22:38

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gleðilegt sumar
En lengi hefur sú spurning rúllað upp í huga mér þegar ég kem á bloggsíðuna þína, sem mér finnst nú heldur dónaleg að spurja, ef ég má, hvað ertu gömul eiginlega?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elskulega Róslín, ekkert mál að spyrja!  Ég er fjörutíuogsexára = á besta aldri  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:43

9 Smámynd: Tiger

   Ömmur eru lanngggflottttastar!

Annars - þér að segja - og i will shoot you if you tell anyone - you don´t look more than 29 - 30 yo... I tell you - frekar myndi ég segja að þú værir mamma pjakksins en amma - soooo cute - og pjakkurinn er náttla líka cute sko!

  Flottar myndir hjá þér. Alltaf gaman þegar maður gerir eitthvað með vinum og fjölskyldu, jafnvel þó það helli úr skýjum eins og gerði í dag. Pysluparty eru alltaf skemmtileg og grillaðar pylsur náttúrulega bara snilld. Mundu bara að vefja teppinu vel um þig rauðhetta litla svo amma gleypi þig ekki, en þér að segja svona í trúnaði - ég les aldrei bloggið þitt, en þakka samt frábæran bloggvetur! 

Tiger, 25.4.2008 kl. 01:27

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Thanksalot Tigercopper... og thanksalot ,,make up" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 09:16

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Á aldri við foreldra mína, rosalega ertu ungleg!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 10:27

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Róslín! ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband