Vor í lofti .... ofurvæmnisfriðarblogg

Góðan og gleðilegan föstudag elsku vinir og vandamenn nær og fjær. Það er vor í lofti, en reiðin liggur líka í loftinu. Mamma mín sagði nú alltaf og segir stundum enn: ,,Elskið friðinn og strjúkið kviðinn" og ég býst nú við að ég hafa notað þennan frasa á börnin mín! Kissing Ég hef alveg frá því ég man eftir mér þolað illa átök og ófrið. Var farin að hafa áhyggjur af stríðsrekstri mjög ung - og man eftir að minn draumur um átta ára aldur var að stöðva styrjaldir. Dreymdi einu sinni draum  á þeim aldri um að stöðva hersveit sem kom marserandi niður Háaleitisbraut..já, já, allir hlustuðu á þessa átta ára stúlku..LoL   Vantar gjörsamlega stríðsgenið í mig og vildi hafa herlausan heim. Vil frekar friðar-og hjálparsveitir til að halda friðinn en her. Ég býst við að ég sé naive í þessum málum, en það má alltaf vona.

Hvort sem við elskum friðinn og strjúkum kviðinn eða elskum kviðinn og strjúkum friðinn þá langar mig til að við leggjumst á eitt og biðjum fyrir þeim sem eiga í ófriði hér á Íslandi og annars staðar, hvort sem það eru stór stríð þar sem margir eru þátttakendur eða bara stríð sem geysa inni í sálarlífi einstaklinganna - sé að ekki veitir af.. hver sem okkar æðri máttur er...Heart .... við erum öll  hluti af jurt sem er í blómapottinum ,,móðir jörð" ..loftið sem við öndum að okkur er hlaðið frísku vori, hér á norðurhveli jarðar og við þurfum einnig að hlaða það friði en ekki reiði... 

InnerPeace

 

 


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef þú telst barnaleg að hugsa þetta svona þá er það bara gott mál og ég er það þá líka. Mér líður andlega og líkamlega illa með rifrildum.... og sorg.... Hendist snarlega í hina áttina ef fólk er að rífast og slást og alls ekki hægt að rífast við mig..... Og fer ekki á jarðarfarir.... Kannski ekkert ofsalega þroskað en svona er ég nú bara...

Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 09:48

3 identicon

Ljúf lesning á miðjum morgni...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólk er mismunandi ég á systur, þegar lítil grét þegar hún heyrði um stríð. Ég hef lært það tekur ófrið að koma á frið og koll af kolli. Í gær var sumardagur fyrsti svo gleðilegt sumar. Kannski er þetta dagur Súmmera. 

Valdimar Samúelsson, 25.4.2008 kl. 11:57

5 identicon

Falleg orð á fallegum degi.  Í hvert sinn sem við hugsum fallega og byðjum fyrir þeim sem eru í stríði og svartnætti sköpum við eitthvað gott og fallegt í heiminum.  Jákvæð hugsun gerir mun meira en við gerum okkur grein fyrir - hef ég trú á, eigðu góðan dag

Solla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Laufey B Waage

Lengi lifi naívisminn. Ég er ekki bara naív, heldur beinlínis útópísk. Trúi því t.d. að heimurinn sé í eðli sínu góður - og eigi eftir að sýna það eðli sitt. Allt slæmt ástand eru (tímabundnar?) skemmdir vegna vanlíðunar (eða persónuleikasköddunar) ákveðinna (allt of margra, reyndar) einstaklinga.

Gleðilegt sumar .

Laufey B Waage, 25.4.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband