EINLÆGNI ...

Í okkar grimmu veröld er stundum álitið barnalegt að vera einlægur. Ég hef ákveðið að taka þá áhættu, þó stundum hafi það komið í bakið á mér.

Þegar ég var í guðfræðináminu mínu vorum við í prédikunaráfanga. Við sömdum prédikanir og fluttum fyrir prófdómara og aðra nemendur. Svo var komið að mér, moi, me, og ÉG ætlaði sko að slá í gegn og gera góða hluti. Las gríska textann í NT, fór í gamlar prédikanir Jóns Vídalíns og samdi eitthvað prestlegt ljóð inn í prédikunina. Hún varð alveg svaka heavy og það sem ég áleit að fólk vildi heyra.

Ég flutti prédikunina í kapellu Háskóla Íslands, síðan fluttum við okkur inn í stofu V sem er svona uppáhaldsstofa guðfræðideildar og aðalvígi. Veit ekki hvort það er fallið í dag. Til að gera langa sögu stutta var prédikunin mín rökkuð niður og allt sagt henni til foráttu. Ég fór í MEGA fýlu heim og ætlaði svona á einhverjum sekúndum að hætta bara í þessu ruglnámi o.s.frv...

Úff.. hvað hafði ég gert svona rangt ? ..

Stuttu síðar auglýsti sr. Auður Eir prédikunarnámskeið og ákvað ég að skella mér á það. Hún kenndi okkur svo margt, þetta að tína saman hversdagslega hluti eins og að tína ber af berjalyngi. Ekki leita langt yfir skammt og tala inn í daginn. Auðvitað tíndum við bæði safaríkustu berin úr biblíunni sem úr hinu daglega lífi og tengdum það í safaríkri sultu. Eftir námskeiðið bauð hún mér að prédika í næstu messu Kvennakirkjunnar og hef ég nú prédikað nokkrum sinnum þar síðan.

Kirkjan var full og auðvitað allir mættir, fjölskyldan mín - börnin sem eru auðvitað hörðustu dómararnir o.fl. Ég var nokkuð kvíðin því að síðasta útreið hafði ekki verið góð.  Í lok prédikunar var klappað, sem er nú ekki oft gert og ég fann að ég var komin á rétta sporið. Markmið prédikunar minnar hafði verið að gleðja, byggja upp og bæta líf þeirra sem komu til að hlusta. Kona sem kom að hlusta sagði mér síðar að það sem ég hefði sagt hefði hjálpað henni alla vikuna. Önnur kona benti mér á hvað það væri sem hefði heillað hana við prédikunina, það var EINLÆGNI. Það sem ég sagði var eitthvað sem ég var virkilega að meina. Ég hafði í raun ekki kveikt á því sjálf en ég var þakklát að hún sagði mér frá því. Ég hef upp frá þessu lagt mig í líma í mínum ræðum að vera ég sjálf, þegar ég prédika fagnaðarerindið. Fagnaðarerindið er auðvitað um að gleðja, byggja upp, gefa von og bæta líf! Heart ...

Ég hvet alla til að lifa í einlægni og heiðarleika.. við sjálfa sig og aðra.. Þessi færsla var í boði Róslínar, ungrar bloggvinkonu minnar sem gaf mér þennan óvænta innblástur í morgun..við eldri getum oft lært af þeim yngri..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér Jóhanna, það eru allt of margir sem lifa eftir því sem þeir halda að þeir eigi að gera, og eru svo aldrei ánægðir.
Róslín er bara flottust, hún á til þá einlægni sem þarf og vona ég að hún tapi henni aldrei.
                           Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kærar þakkir Milla, sammála þér með hana Róslín, en ég var að fatta að ég gleymdi að setja hlekk inn á bloggið hennar svo ég ger það HÉR.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.5.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég tel að einlægni sé náðargáfa, ekki eitthvað sem hægt er að rækta öðruvísi en að hafa fæðst með hana. ( Ég er að reyna að segja það sem mér finnst, veit ekki hvort ég næ að taka réttu orðin inní)

En annars er nú ekki oft klappað í kirkju, er það nokkuð, ég hef aldrei tekið eftir því að minnsta kosti.
Og að lokum langaði mig að þakka þér fyrir kommentið á blogginu mínu, mjög gott svar!

Eigðu góðann dag mín kæra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.5.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er frábær pistill sem einmitt skilar mér einhverju inn í daginn.  Og af því ég er einlægur aðdáandi eignlægninnar þá segi ég þér að þannig upplifi ég þig mín kæra, einlæga og frábæra og ég held að þú sért ekki hrædd við að vera einmitt þannig.  En það er ekki alltaf auðvelt að koma til dyranna eins og maður er klæddur (segi ég enn á náttfötunum og vona innilega að það hringi enginn á dyrabjölluna).

Knús á þig dúllan mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Einlægni er eitthvað sem við eigum aldrei að sleppa, alveg sama þó að einhverjum finnist það barnalegt. Fólk sem hefur ekki einlægni í fyrirrúmi finnst mér stíft og óspennandi, fæ það á tilfinninguna að það sé að leika eitthvert leikrit.

Þú ert einlæg enda ertu ein af mínum uppáhaldsbloggvinum

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Laufey B Waage


Ég er líka einlægur aðdáandi einlægninnar og á erfitt með að umbera hvers kyns yfirborðsmennsku, rembing og fals. Pistlarnir þínir eru einlægir og góðir, - og ég væri mjög svo til í að heyra þig predika við tækifæri.

Laufey B Waage, 17.5.2008 kl. 17:16

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 17.5.2008 kl. 22:02

8 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag elskuleg

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:30

9 identicon

Sæl Jóhanna.

þessi færsla þín segir margt og kennir margt. Þannig er lífið.

Njóttu sunnudagsins.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 04:21

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk þið öll sem lásuð og sérstaklega fyrir athugasemdir. Mér þykir voða vænt um að fá svona falleg orð.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband