Dagur sem byrjaði rólega en svo færðist fjör í leikinn...

Ég er eins og litlu börnin, þ.e.a.s. þegar ég má sofa út vakna ég um 6:30 en langar að sofa lengur á morgnana á virkum dögum! Dagurinn hófst rólega, hitaði croissants fyrir okkur betri helminginn og rólegt var í húsinu. Síðan komu afi Agnar og Bjössi Tryggvabróðir í sunnudagsbrunch. Ég fór síðan að vinna fyrir skólann eftir hádegi, setja inn einkunnir og fleira. Bræðurnir og faðir þeirra fengu sér allir lúr í sófasettinu og rétt missti ég af að taka mynd af þeim öllum sofandi!

Þegar hádegisgestirnir voru nýfarnir og ég sat eins og versta sófakartafla hér með tölvuna í fanginu hringdi svo Hulda systir og voru þær á leið í kaffi hún og Lotta systir með litlu tvíburana. Það lifnaði því yfir húsinu. Þegar þær voru búnar að vera dágóða stund og leika, hringdi Eva mjög miður sín því hún hafði fengið þær fréttir í símtali að frænka okkar, sem er með krabbamein sé nú að koma á leiðarenda. Þetta er kona sem er tæplega fertug. Þessi frænka býr í Bandaríkjunum, en hluti fjölskyldu mömmu býr þar. Eva mín er mikið tengd fjölskyldunni því hún var m.a. að passa börn hjá þeim þegar hún var nýfermd. 

Eva, Henrik og Máni drifu sig því bara hingað uppeftir til ömmu og Tryggva líka og við ákváðum að grilla og vera saman. Það er oft betra að vera saman þegar við fáum svona slæmar fréttir. Börnin léku stund saman, en svo fóru systur mínar ásamt litlu tvíburasystrunum. Bíbí kom líka heim til að læra og borðaði grill með okkur.

Ég tók nokkrar myndir af sætustu sætu stelpunum hennar Lottu systur og náði aðeins í skottið á Mánaling.

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 001

Það sést hverjar drekka Egils Kristal !

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 003

Engin er eins blíð og góð og Dimmalimmalimm .. nema Ísold og Rósa ..

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 007

Pappakassahúsið stendur enn... sést í Mána þarna í botninum!

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 005

Amma/frænka bregður á leik og ,,treður" sér inn í fína húsið og kíkir út! ..

Þetta var s.s. dagur bæði gleði og sorgar. Mikil orka fer í bæði og kominn tími á svefn hjá bréfritara ..ætla að hafa Önnu Kristínu frænku mína í bænum mínum og Evu mína tilfinningaheitu, blíðu og góðu stelpuna mína sem er með sorgina í hjarta. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég sendi ykkur knús
Svona stundir eru alltaf erfiðar...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.5.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milljón knús og kram

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Knús og kossar

Huld S. Ringsted, 18.5.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhanna mín, svo sannarlega bæði gleði og sorg í þessari færslu.  Guð gefi ykkur styrk í sorginni mín kæra.  Dauðinn er alltaf okkur sem eftir erum erfiður, en líkn þeim sem fær að fara og verða frjáls. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Tiger

Já, það er alltaf virkilega sorglegt þegar fólk á besta aldri þarf að láta í minni pokann fyrir erfiðum sjúkdómum sem engum hlýfir. Hvað við getum stundum orðið lítil í vanmætti okkar, en svona er lífið - sveiflast eins og færslan þín - úr gleði í sorg og yfir í gleði aftur og svo sorg .. endalaus sveifla.

Vona bara að hún þurfi ekki að líða neitt og veit að Sá Góði tekur vel á móti henni þegar hún klárar sína vist hérna, rétt eins og hann mun gera við okkur þegar við sjálf höldum á hans fund.

Knús á ykkur öll mín kæra og megi Guð gefa ykkur styrk í þessu sorgarferli. Yndisleg börnin, svo mikið falleg og ljúf að sjá. Og ekki er neðsti kassabúinn verri sko ...

Tiger, 19.5.2008 kl. 03:27

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 07:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhann mín sorgin er ætíð svo óvænt, og þó þú vitir af því að hún er að skella á kemur hún samt á óvart, en guð veri með frænku þinni og öllu ykkar fólki.

En þú hefur átt yndislegan dag, ég elska að fara svona snemma á fætur og eiga
góða stund með sjálfri mér, síðar fáum við okkur kaffi við gamli og ekki er croissants óalgengt með.

Besta við þessar myndir fyrir utan börnin, er pappakassinn að þú skulir leifa þetta segir mér heilmikið um þig.
Að leifa þeim að leika sér og skapa eitthvað eiginlega úr ekki neinu,
er bara frábært, sumum konum finnst þetta vera sóðaskapur.

Ég elskaði að sjá mínar skapa jafnvel heilu borgirnar úr pappakössum og svo fengu þær að velja sér efni til að búa til gardínur og annað dúllerý.

Þær eru yndislegar litlu dúllurnar.

Kveðja til ykkar allra og guð veri með ykkur.
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 08:52

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Takk fyrir öll fallegu orðin ykkar.. þau eru dýrmæt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.5.2008 kl. 12:50

10 identicon

Var ég ekki örugglega  búin að segja hvað mér þykir vænt um þig mamma mín! Takk fyrir að vera alltaf svona góð við börnin þín :) Elska þig. Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:16

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk sömuleiðis að vera alltaf svona yndisleg dóttir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.5.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband