Allt og ekkert ...

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga. Verður eitthvað lítið næstu daga.  Annars prófaði ég nýja fína hjólið mitt áðan sem hjólar næstum sjálfkrafa Elliðárdalshringinn!

Fylgdist stund með eldhúsdagsumræðum áðan og fannst flestir krútt sem voru að tala. Kissing ... Æ, flestir halda að þeir séu með hinn eina sannleika en allir eru með brot af honum, misjafnlega stór. Mikið væri gott að setja saman öll góðu brotin .... þarf gáfaða, víðsýna og vel gerða manneskju í það. Cool 

Það var að flytja nýtt fólk í götuna hjá mér og ég sagði við kvöldverðarborðið að ég ætlaði í heimsókn með eplapæ. Ég sé nú til hvort ég efni það!

Knús á ykkur kæru bloggvinir og aðrir sem eru svo kjút að lesa. Heart 

Set smá Mánasyrpu hér í lokin:

Stúdent_Helga_2008 014

Máni fylgist með  Rósu sem er dóttir ömmusystur hans .. (s.s. systurdóttur mín)

Stúdent_Helga_2008 015

Kíkir aðeins á ömmu með myndavélina .. flottur í stúdentsveislunni!

Stúdent_Helga_2008 017

Flottir feðgarnir! .. Sýnist Máni vera í einhverri ballet posissjón!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eitthvað las ég vitlaust fyrst, sem betur fer las ég aftur yfir fyrstu línurnar annars hefði komið svo skemmtileg spurning svona hljóðandi;
Hvernig hjólaðiru sjálfkrafa?

Annars, ertu á svona litlu mótorhjóli fyrir 5 ára og yngri gutta, það fer allavega sjálft yfir!!

En talandi um athyglissýkina, þá er það nú svolítil athyglissýki í því að koma færandi hendi með eplapæ til ókunnugs fólks, en sport að vissu leiti samt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, hjólið er svo gott að það hjólar næstum sjálfkrafa. Púlsinn verður þó aðeins að hreyfast til að maður/kona fái eitthvað út úr þessu.

Sko, varðandi eplapæið þá langar mig svo oft að við séum svolítið meira næs hér á Íslandi. T.d. að bjóða nágrannana velkomna svona ,,American Style" .. jú og til að vekja athygli á því að ég er til svo þeir geti síðar boðið mér í heimsókn eða eitthvað, hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er hollara og betra fyrir vikið að hjóla úti heldur en inni á svona gervihjóli... ég vona að þú hjólir ekki á svoleiðis um Elliðárdalinn! ( Nú spring ég sko úr hlátri við tilhugsunina!!!)

Þú mátt þá bjóða mér bara í súkkulaði köku næst þegar ég á leið í bæinn, kakan væri vel þegin! Það væri hrikalega nice ( á góðri íslensku!)..

En fyrst þú kannt svona mikið af tungumálum, þá hlýturðu að geta kennt mér stjörnufræði?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband