Hjælp, vi sidder fast!

Ég fór einu sinni ásamt fyrrverandi maka, núverandi dóttur, bróður og mágkonu ásamt börnum þeirra, jú og hundinum okkar þáverandi (blessuð sé minning hans). Öll í einum Plymouth Blush .. einhverja ...Nyrðri leið til Landmannalauga. Ekkert okkar tók eftir því að leiðin var lokuð, en ferðin sem átti að taka nokkra tíma tók tvo daga.

Munaði pínkupínkulitlu að við þyrftum að kalla út björgunarlið. Við grófum okkur í gegnum skafla, ókum á brettum, sem við fundum, yfir aðra skafla, bíllinn var tjakkaður upp úr á o.s.frv.

Landmannalaugarnar voru YNDISLEGAR þegar við loksins komumst þangað en þá höfðum við gist tvær nætur á leiðinni. Aðra nóttina uppi á heiði í snjókomu!!..

Þetta var gaman................................eftirá! Sideways 


mbl.is Bjargað af hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flestir hlutir verða skemmtilegir - eftirá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ævintýri í minningunni

Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 06:29

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sko - þetta er skemmtilegt eftirá þegar maður/kona veit af börnum og sjálfum sér og auðvitað öllum viðkomandi heilum á húfi.. en vissulega er jú, Jón Arnar, svona innst inni gaman, þegar spennan er sem mest og adrenalínið flæðir!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 09:14

5 identicon

OH... Mig lagnar aftur... svo lítil og áhyggjulaus.. pabbi og mamma redda þessu öllu ...bara gaman í snjónum :) Takk fyrir öll ævintýrin mom  Ekki eins og þetta hafi verið það eina ;)

Luv.. Ev

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband