Þeir sem aldrei gera neitt og sitja með hendur í skauti gera heldur aldrei mistök ...

Mér finnst þetta nú ekki stór ,,synd" hjá manninum .. og svo ég vitni í ,,stórvinkonu" mína  Tammy Wynette, ,,after all he´s just a MAN" ... Wink 

Hægt að sjá hana syngja þetta hér vonandi ef ég kann á þetta!


mbl.is Obama gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í mínum bókum er sú afsökun ekki tekin gild.  He´s just a man.  Kjaftæði.  Góðan daginn annars.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi, ef þetta væru nú stærstu mistök sem hægt væri að gera, þá væri lífið bara dásamlegt... með smákryddi af mannkynssögustaðreyndavillum

Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta eru nú ansi stór og mikil mistök og verskulda ríflega fréttaumfjöllun !

Gangi þér vel í vinnutörninni, mundu bara að líta reglulega upp og blogga

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sannleikurinn er sagna bestur, en hún er flott hún Tammy.
                              Knús kveðjur
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Munnvaratala, þegar fólk setur af stað eitthvað og segir allt í hljóði...

En hver syngur þetta lag í dag?
Kannast svo við þetta ,, Stand by your man "..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Obi Wan Kenobi

He's just a man.  Þetta er reyndar mögnuð setning hjá Tammy.  Ekki beinlínis pólítískt korrekt.

Obi Wan Kenobi, 28.5.2008 kl. 13:53

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel snilldarkona

Marta B Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Tiger

   hahaha ... mistök eða ekki - Tammy Wynette er æði, fíla hana í ræmur! Knús á þig ljúfust og fallega drauma, sem og góðan dag á morgun!

P.s. annars held ég með Obama frekar en Clinton - trúi því að stundum sé komið nóg - af Clinton og nýtt blóð á að fá að spreyta sig. Hver veit nema það verði ekkert nema gott fyrir Kanann að fá nýtt blóð í Hvíta húsið.

Annað knús á þig skottið mitt ... þar sem hitt var orðið úrelt vegna P.s. viðbótarinnar.

Tiger, 29.5.2008 kl. 01:38

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

,,Menn" hafa sín takmörk Jenný, .. ekkert ,,kjaftæði" .. ..sendi nú samt takmarkalaust knús á þig!

Jónína - Já ég kæmist nú aldrei að sem forseti ef ég ætti að vinna á mannkynssögukunnáttunni einni. Þyrfti að hafa betri helminginn sem ,,hvíslara" hann lifir og hrærist í þessu, eða senda hann í framboðið!

Sunna - stærð mistaka er örugglega afstæð .. þessi valda nú engum tjóni.
Ég virðist alltaf gefa mér tíma til að blogga, það hreinsar hugann svo ég verð bara duglegri í vinnunni. (Þetta var samviskujöfnun) Knús á þig afmælisbarn gærdagsins.

Róslín, það hafa margir reynt að fara í skóna hennar Tammy Wynette - þetta er býsna frægt lag. Held að engum hafi tekist að gera þetta svona vel. Íslensk útgáfa var einu sinni gerð og sungið ,,Stattu með strák"  ..  Eigðu góðan dag sætust og frægust!

Obi Wan Kenobi... Já, mögnuð setning...

Takk fyrir góðar óskir Marta Smarta!

Tigercopper - takk fyrir tvöfalt knús.. þó mig langi svolítið að fá konu sem forseta Bandaríkjanna held ég að Obama sé meira spennandi. Tammy er bara algjört æði, vildi óska að ég gæti sungið svona. Geri það bara fyrir spegilinn heima..og sérlega þakklátt heimilisfólk eða þannig.

Njóttu dagsins líka Sigga mín OG dagsins á morgun líka.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband